Færsluflokkur: Dægurmál

Eitt merkilegt við friðarverðlaunin.

Frá 1901 til 1972 kom það fyrir 19 sinnum að friðarverðlaunin voru ekki veitt eða í 26% tilfella en frá 1973 hefur það aldrei komið fyrir.  Þetta er farið að líta þannig út að menn telji sig knúna til að veita verðlaunin hvort sem einhver er í raun verður eða ekki og það finnst mér ekki góð þróun.

Ég er til dæmis ekki viss um að Grikkjum finnist ESB vera boðberi friðar og sátta.


mbl.is Valið á ESB staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt merkilegt við friðarverðlaunin.

Frá 1901 til 1972 kom það fyrir 19 sinnum að friðarverðlaunin voru ekki veitt eða í 26% tilfella en frá 1973 hefur það aldrei komið fyrir.  Þetta er farið að líta þannig út að menn telji sig knúna til að veita verðlaunin hvort sem einhver er í raun verður eða ekki og það finnst mér ekki góð þróun.

Ég er til dæmis ekki viss um að Grikkjum finnist ESB vera boðberi friðar og sátta.


mbl.is ESB fær friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna er komin skýringin á makríl röflinu.

Ástæðan fyrir því að við og færeyingar megum ekki veiða makríl er ekki að það sé rányrkja og stofninn í hættu, heldur óttinn við að verðið á makríl til neytenda muni lækka.  Og til þess að koma í veg fyrir það og jafnframt að stuðla að hruni annarra fiskistofna vegna offjölgunar á makríl ætlar aristokrata elítan í ESB að beita viðskiptaþvingunum.  Það er alla vega ljóst að þingmenn á evrópuþinginu sem samþykktu þá tillögu eru fífl og eiga í raun skilið að  verða kærðir og dregnir fyrir dómstóla fyrir athæfið.
mbl.is Kaupa fisk til að kasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráinn er gott dæmi um mann sem á ekki að vera á þingi.

Þráinn er einn þeirra manna sem telur að þingmenn eigi bara að þjóna eigin hagsmunum og vina sinna en alls ekki að skoða hvað það er sem hann er að berjast fyrir.  Evrópusambandinu er í dag stjórnað að fólki sem vill það helst að draga úr lýðræðinu og koma upp einhverju sem kalla má "menntað einveldi" þar sem fólk með "menntun" og "þekkingu" hefur vit fyrir almenningi og segir fólki hvað því er fyrir bestu, ásamt því að búa sjálfu sér óhemju góð starfskjör.  Einginlega má segja að blauti draumur embættismanna ESB sé að skapa stétt "aðals" sem þarf ekkert að hlusta á borgarana og getur farið að kalla þá þegna.
mbl.is „Ekkert hræddara við Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki bara skattur á stóriðjuna heldur á alla.

Þessi skattur sem er 12 aurar á hverja kílowattsstund leggst á alla raforku ekki bara á stóriðjuna og ofan á hann leggst virðisaukaskattur sem er 25,5 % þanni að í heild er þetta 15 aurar á kílówattsstund fyrir almenning en eins og menn vita þá er virðisaukinn endurgreiddur af útflutningi.
mbl.is Samkomulag hundsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar menn eru að ljúga.

Það eru til mjög misvísandi rannsóknir á einmitt þessu atriði með frasímana og reyndar bendir flest til þess að það sé ekki farsíminn sem sé vandamálið heldur samtalið sjálft, sem þýðir að handfrjálsbúnaður skiptir litlu sem engu máli í þessu sambandi.  Það þýðir líka að sennilega er samtal við farþega álíka ef ekki meira truflandi fyrir ökumanninn en farsíminn.  Þessu ákveður starfsmaður Umferðarstofu að sleppa úr umræðunni.
mbl.is „Eins og að aka undir áhrifum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmmmmm ekki alveg viss um að þetta sé Ólafur.

Mig grunar að þetta sé Amerískur þyrluflugmaður sem er kominn í gerfi caractersinns sem Ólafur leikur.
mbl.is Ben Stiller í þyrlu í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með orkuna sem fer ekki í neitt.

Til að þjappa saman loftinu þarf orku of mikið af þeirri orku fer í hita þannig að það má segja að við höfum tapað 50% orkunnar áður en við förum að nota hana til að knýja bílinn.
mbl.is Hugmyndabíll knúinn lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var verkinu ekki upphaflega velinn staður þarna til minningar um hafnargerðina og hafnarsmiðjuna?

Var verkinu ekki upphaflega velinn staður þarna til minningar um hafnargerðina og hafnarsmiðjuna? sem stóð og stendur þarna gengt.
mbl.is Vilja færa Járnsmiðinn um set
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 70612

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband