Jæja Jóhanna, Steingrímur og aðrir Alþingismenn

Er ekki komið nóg?  Hvers vegna á íslenska þjóðin að bera ábyrgð á kúlugróðanum sem var inni á Icesave? Var það ekki ESB sem setti reglugerð um að bankar mættu starfa þvert á landamæri innan evrópska efnahagssvæðisins?  Og er það þá ekki ESB sem á að bera ábyrðina á þeim hluta starfseminnar?

Ef svarið við síðustu spurningunni er nei má þá ekki alveg eins segja að það séu íbúar í sama póstnúmeri og höfuðstöðvar bankans sem beri þessa ábyrgð.  Íslendingar eru rétt rúmlega 0,5 prómill af íbúum ESB hvernig er hægt að gera okkur ábyrg fyrir banka sem fær leyfi til að starfa á öllu þessu svæði?  Er einhver sanngirni í því eða yfirleitt nokkur glóra?  Eru sökudólgarnir ekki einmitt reglugerðarsmiðirnir í  Brussel? Og ef svo er þá hljóta þeir að bera ábyrðina.


mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Þetta er nú misskilningur þetta var sko ekki aldeilis kúlugróði því þarna var um beinharða peninga sem runnu inn á reikninga hjá bankanum í Englandi og hollandi ég heyrði töluna jafnvirði 4000 milljarðar í íslenskum krónum sem einhvernvegin hurfu rétt fyrir hrun ,það þarf að ná í þessa glæpamenn sem stóðu fyrir þessu ,einhversstaðar eru þessir peningar ,þeir hafa ekki gufað upp bara sí svona

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 17.6.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Guðmundur megnið af þessum peningum kom vegna sölu fólks á hlutabréfum og er því kúlugróði.  Þessir peningar hafa gufað upp því lækkun á hlutabréfamörkuðum er það mikil og það er ekkert til í dag sem er beinharðir peningar

Einar Þór Strand, 17.6.2009 kl. 19:07

3 identicon

Einar Þór.

Ég er fyllilega sammála fyrsta blogginu. Það er EKKI hægt að ætlast til að íslenskur almúgi greiði Icesave.

Ríkisstjórnin lætur ESB ríki kúga sig til hlýðni við þá. Ekki verður það björgulegt ef svo illa færi einhvern tíma að Ísland gangi í ESB. Guð forði okkur frá þeim hörmungum sem það mun leiða yfir okkur. Vonandi hefur almenningur samt áttað sig á hvernig smáþjóðir sem ekkert vægi hafa á Evrópuþinginu eru kúgaðar af þeim stóru. Vandinn við Evrópuþingið er að atkvæði þjóða ræðst af mannfjölda en ekki af t.d. þjóðarauði í formi auðlinda. Ef svo væri væri ekkert mál fyrir okkur að ganga í ESB. Þá fengjum við einhverju ráðið.

Mér hugnast ALLS ekki að láta arðræna íslensku þjóðina frekar en þegar virðist hafa verið samið um.

Brettið nú upp ermar stjórnarliðar og sýnið smá vott af manndómi með því að hafna þeim ofurkostum sem felast í ranglátum greiðslum OKKAR á Icesave. ESB má hins vegar borga brúsann mín vegna enda í mínum huga þeirra verkefni en ekki okkar.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband