11.1.2010 | 16:37
Ríkisstjórn sem vinnur gegn þjóðinni.
Það er undarlegt hvernig þessi ríkisstjórn gerir allt til að slá þau vopn sem okkur eru færð í hendur úr höndum okkar aftur. Kannski að það verði tilefni til smbærilegrar rannsóknar og nú fer fram á hruninu.
Ábyrgð heimaríkisins ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já alveg ótrúlegt hvað þessi ríkisstjórn er andvíg fólkinu í landinu, hafa EKKERT gert fyrir fjölskyldurnar í þessu landi nema til að íþyngja þeim enn meira samanber skattahækkanirnar og blekkingar lánabreitingarnar, þrátt fyrir góð fyrirheit. Ógeðsleg mannvonska sem hefur búið um sig hjá stjórnrliðum flestum. Eru Steingrímur og jóhanna á mála hjá bretum og hollendingum? Ætla þau að flytja til TORTILLA eftir að þau verð hrakin frá völdum? GÓÐA FERÐ....
Biggi (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 18:01
"Fréttatilkynning" forsætisráðuneytisins segir aðeins það sem allir vita og eru sammála um: Að það er ábyrgð heimaríkisins að hafa eftirlit með því, að bankarnir komi á fót tryggingarsjóði innistæðueigenda.
Það er ranglega fullyrt í tilkynningunni, að "annað hafi verið fullyrt undanfarna daga" ef verið er að vísa til ummæla Alain Lipietz og Evu Joley sem bæði fullyrtu, að heimaríkið beri ábyrgð á að bankarnir stofnsettu tryggingarsjóð innistæðueigenda en ríkissjóður heimaríkisins hefði enga ábyrgð á tryggingarsjóði innistæðueigenda.
Að halda því gagnstæða fram, sem lesa má af "fréttatilkynningu" ríkisstjórnarinnar, að ríkissjóði heimaríkisins ber skylda til að greiða skuldir tryggingarsjóðs innistæðueigenda, er tilraun til að blekkja almenning á Íslandi. Ef þetta væri nú svo augljóst mál, hvers vegna þarf þá ríkisstjórnin að standa í öllu þessu basli að þvinga lögunum um ábyrgð ríkisins í gegn?
Því miður, og ég endurtek því miður, (það er sorglegra en nokkur orð fá lýst), þá er ríkisstjórn Íslands fyrir löngu búin að semja við Breta og Hollendinga um að láta íslenskan almenning borga það sem þeirra ríkisstjórnir hafa ákveðið að hentar. Ríkisstjórnin er reiðubúin að láta Íslendinga borga, hvaða gjald sem er, til að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Þetta vilja náttúrulega engir kannast við opinberlega, sem eðlilegt er um leynisamninga. Bæði Alain Lipietz og Eva Joley hafa fullkomlega rétt fyrir sér með því að benda á þær reglur sem í gild eru um málið.
Forystumenn Evrópusambandsins hafa þvingað Ísland í fang Breta og Hollendinga með "skilgreiningu" sinni á að um venjulega milliríkadeilu sé að ræða, sem gerir ESB kleyft að vera "stikk frí". Icesave er afleiðing af því að Evrópusambandið hefur ekki tekið ábyrgð á eigin lögum og stingur hausnum í sandinn meðan stóru meðlimirnir berja á litlu landi sem ekki er meðlimur. Ég heyrði einn sænskan frambjóðenda till Evrópuþingsins segja í kosningabaráttunni s.l. sumar: "Sjáið þið bara, hvernig fer fyrir löndum sem ekki eru meðlimir ESB eins og Íslandi!" Hún hefur sjálfsagt átt við: "Sjáið bara, hvað ESB getur gert við lönd eins og Ísland, sem ekki er meðlimir!".
Leiðtogar Evrópusambandsins verða að taka tilbaka fyrri "skilgreiningu" og taka fulla ábyrgð á eigin lögum og vinna með málsaðilum að lausn málsins. Ísland sem ríki á kröfu á hendur Evrópusambandinu, að ESB framfylgi eigin lögum.
Gústaf Skúlason (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 19:23
Ábyrgð heimaríkisins gildir gegnum innlánstryggingakerfi sem komið var á samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Þegar innlánstryggingasjóður er uppurinn tekur ekki viðkomandi ríkissjóður eða skattgreiðendur þess ríkis við ábyrgðinni. Innlánstryggingasjóður bætir svo langt sem hann nær, það sem útaf stendur tapast einfaldlega eins og í hverju öðru gjaldþroti þar sem eignir hrökkva ekki fyrir kröfum. Íslenska þjóðin á sem sagt ekki að borga eina einustu krónu ...svo einfalt er það!
corvus corax, 12.1.2010 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.