12.3.2010 | 08:47
Eru menn hissa?
Það eru gömul sannindi og ný að við þær aðstæður sem núna ríkja þá eykst spilling dag frá degi. Stjórnmálamenn spillast og ekki er eins og þeir hafi verið englar, fjölmiðlamenn spillast því þeir fara að þjóna eigendum sínum og þröngum pólitískum flokkshagsmunum, en spilltast af öllu er bankakerfið þar sem hver reynir að hrifsa það sem hann getur og helst af þeim sem minna mega sín.
Út ur þessu er bara ein leið og hún er að við gefum upp á nýtt og einkum með það í huga að vernda almenning og atvinnustafsemi og einkum þá atvinnustarfsemi sem er lífsnauðsynleg. Ein atvinnustafsemi sem má láta taka góðan skell er fjármálastarfsemin sem er orsök alls þess sem illa sem er að gerast í heiminum í dag. Við verðum að banna spákaupmennsku hvort sem það er með gjaldmiðla, hrávöru eða bara hvað sem er, og til stuðning þeirri skoðun minni bendi ég á þá hækkun sem er að verða á olíu þó svo að almenn eftirspurn sé ekki farin að aukast, heldur eru það væntingar spákaupmanna sem valda því og valda þannig hægari bata í efnahagslífinu.
Það er ekki hæft að vinna á þessari kreppu ef þeir sem þar eiga að ráða ferðinni eru menn sem hafa lært hagfræði af bók eins og Kanika í Bangsimon, því þeir sjá ekki hversu skólaganga þeirra er gölluð og lítilsvirði, við verðum að fá fólk sem er til í að breyta og gefa uppá nýtt. Við verðum að losna við núverandi valdamenn alla sem einn og fá inn venjulegt fólk.
Burt með Framsókn, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna. Upp með stjórn hins raunverulega almennings.
Lánin færð yfir á hálfvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vantar bara einn flottann einræðisherra til að taka á þessu spillta pakki... ég held að það væri eina vitið í stöðunni. Ef það er einhver lýðræðisstjórn, þá er hún peningaræðisstjórn. Svo rífast þau endalaust um ekki neitt og ekkert gerist. Einn einræðisherra til að koma okkur út úr vandanum segi ég.
Unnar, 12.3.2010 kl. 09:16
Þetta er kannski allt gert til að vinna tíma á bak við tjöldin til að geta klárað að vinna regluverk Íslendinga að hætti ESB.........
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.3.2010 kl. 09:50
Ingibjörg ég spyr hver vill í það aristokratiska fasistasamband sem ESB er?
Einar Þór Strand, 12.3.2010 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.