Ef þetta er rétt þá er ríkið bótaskylt vegna rýrnunar eigna vegna verðbólgu.

Þessi kenning sýnir hversu mikil firring er komin í lögfræðina.  Ef þetta er rétt hjá honum þá er ríkið í raun þegar orðið bótaskylt gagnvart lánþegum vegna þeirrar eignaupptöku sem hefur skapast vegna óeðlilegrar verðbólgu og hrunsins á fasteignamarkaðnum.  Í örðulagi má segja að ef við færum niður lánin þá sé verið að bjarga fjármagnseigendum frá meira tjóni en þeir hafa þegar lent í.

En það er sama hvernig maður lítur á málið þá á téður Karl Axelsson að skila inn lögmanns réttindunum sínum, því hann skortir hæfileikann að sjá það augljósa að ef ekkert er að gert þá verður tjónið fyrir alla enn meira en það er orðið.

Og ef ég man rétt þá skapar aðgerðaleysi bótaskyldu líka.


mbl.is Niðurfærsla talin bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Einmitt það sama og ég sá. Ef ríkið hækkar verðbólgu og rýrir þar með eignir okkar og tekjur þá hlýtur það að vera bótaskylt

Ég benti reyndar á þetta fyrir nokkrum árum og fékk engar undirtektir.

Lúðvík Júlíusson, 16.10.2010 kl. 09:21

2 identicon

Verðtrygging er eitt form gengistryggingar, hún tryggir aðeins lánadrottunum sitt á ábyrgð og kostnað lántakenda sem eru ekki meira virði en ormar í mold.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 09:40

3 identicon

Karl Axelson hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild HÍ. heldur því fram að niðurfærlsa lána sé eignarnám. Vissulega má líta svo á, ef horft er algjörlega framhjá öllu því sem er að gerast í þjóðfélaginu, og vera má að lögmenn séu þjálfaðir sérstaklega í því að horfa ekki út fyrir kassann ef svo má að orði komast.

Það má sennilega þakka fyrir að Karl fór í lögfræði en ekki stærðfræði, því einungis með því að taka með inn í reikninginn niðurfærslu á eignarhlut almennings í húsum sínum og bifreiðum er hægt að fá það sama út báðumegin við jafnaðarmerkið í röksemdafærslu hans á því sem hann kallar eignarnám.

Nú veit ég ekki hvort þetta mat hans sé ískalt faglegt mat á lögum sem í besta falli gætu kallast ólög, hvort um er að ræða hlutdræga skoðun hans á málinu, eða hvort hann sé málpípa fjármagnseigenda? Hvernig sem í því máli liggur, þá skulum við setja upp dæmi samkvæmt hans mati á sanngirnis-sjónarmiðum og lögum um eignarétt.

Sigga langar að kaupa kofa handa hundinum sínum. Kofinn kostar 8.000 krónur en Siggi á hinsvegar bara 3.000 kall. Maggi ríki sér hagnaðarvon í því að lána Sigga 5.000 kall og taka af því vexti. Maggi setur þarmeð af stað áhættuleik, nema hvað hann sjálfur tekur enga áhættu því hann er svo heppinn að búa í landi þar sem, ólíkt öllum öðrum löndum, verðtrgging leggur alla áhættuna á Sigga. Siggi hinsvegar á engra annara kosta völ aðra en að ganga að þessum ofurkostum ella láta hundinn sinn sofa undir berum himni.

Nú ber svo við að fjármálakerfi landsins fer á hvolf í kjölfar bankahruns. Lánið hans Sigga hefur nú stökkbreyst og stendur í 10.000 krónum. Siggi neyðist til þess að selja kofann ofan af hundinum en fær ekki nema 7.000 kall fyrir hann núna þar sem markaðurinn er í niðursveiflu. Maggi vill aftur á móti ekki leyfa Sigga að selja hundakofann þar sem veð fyrir lánunum hvíla á honum. Ríkið grípur inn í og færir lánin niður í 7.000 kall svo að Siggi getur nú selt kofann og borgað Magga lánið. Maggi fer í fýlu og ákveður að stefna ríkinu fyrir eignarnám. Maggi vinnur að sjálfsögðu málið, því hann er svo heppinn að búa í landi þar sem dómstólar dæma alltaf ríkum köllum eins og Magga í vil, þrátt fyrir að annað sé bundið í lög. Ríkið neyðist svo til þess að skattlegga þjóðina til þess að greiða Magga skaðabætur sem hann fær með áföllnum vöxtum og dráttarvöxtum. Ríkið þarf einnig að greiða málskostnaðinn. Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft, þá þurfa Jón og Gunna, börn þeirra og barnabörn, sem aldrei tóku lán að borga stórfé til þess að bæta Magga tapaðann gróða á áhættufjárfestingu hans í íslenskum fasteignamarkaði.

Ég verð að spyrja, hvert er mat Karls á því eignarnámi sem ríkið mun taka í launum og afkomu þeirra sem hvergi komu nærri viðskiptum fólks eins og Sigga og Magga? Ég er ekki viss um að allir fjármagnseigendur séu sammála sjónarmiðum Karls. Sennilega eru einungis þeir sammála honum er málið varðar beint.

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 12:21

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er merkilegt að við tölum um dómstóla eins og guð en þeir erum jú bara menn, menn með hagsmuni, eiginhagsmuni.

Einar Þór Strand, 16.10.2010 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband