11.1.2011 | 20:58
Hefur landsbyggðin efni á höfuðborgarsvæðinu?
Á höfuðborgarsvæðinu búa núna tveir af hverjum þremur íbúum þessa lands og þeir sem þar búa hafa töglin og halgdirnar í stjórn landsins. Þetta fólk telur að á landbyggðinni eigi að vera rómantískt sveitaþjóðfélag sem byggi nær eingöngu á ferðaþjónustu og afturhvarfi til fortíðar, sem kannski er gott og blessað í hófi.
En núna er svo komið að við sem búum á landsbyggðinni höfum ekki efni á að hafa svona qerulanta við völd, við höfum ekki efni á að vera í tengslum við Stór Reykjarvíkursvæðið sem hefur síðast liðin 80 til 100 ár mergsogið landið. Rafvæðing Reykjavíkur var niðurgreidd af ríkinu mun meira en annarsstaðar einnig hitaveituvæðingin og núna er svo komið að mest allur inn og útflutningur fer um Reykjavík og hvað á að gera þá? Jú það á að leggja sérstakan vegatoll á vegi til og frá Reykjavík.
Síðan ætlar Svandís Svarvars að friða allt landið til að ekkert sé hægt að byggja upp á landsbyggðinni.
Það er komið að því að við segjum skilið við höfuðborgarsvæðið, og það er tiltölulega einfalt. Við lokum við Kúagerði Krísuvík, Litlu Kaffistofuna, á Mosfellsheiði og við Hvalfjörð. Vissu lega eru miklar stjórnstöðvar fjarskipta í Reykjavík en þar eru engar náttúruauðlindir nema ca 50% af heitavatninu og engin fiskimið og fljótlega enginn flugvöllur því Gnarrinn vill hann jú í burtu. Ég segi losum okkur við höfuðborgarsvæðið og bullarana sem eru að stjórna þar og förum að lifa mannsæmandi lífi á landsbyggðinni.
P.S. Steingrímur J og fleiri þingmenn mega vera eftir þarna því við höfum ekkert við þá að gera.
Rannsóknarleyfi ekki nýtt að svo stöddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður hahahaha ;)
Rúna Strúna (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 22:37
Mér finnst þetta ekkert fyndið og skil vel hvað þú ert að meina.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 21.1.2011 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.