30.1.2011 | 17:55
Þolendur!!!!!
Ómar það eru kjósendur sem eru þolendur í þessu máli, Alþingi og framkvæmdavaldið gerendur og núna þú með því að reyna að með útkomu gallaðra kosninga að láta Alþingi skipa þig á stjórnlagaþing. Það verður að kjósa aftur á stjórnlagaþing til að það fái traust það dugar ekkert minna.
En svo að öðru þá er það oft talinn einn helsti gallinn á stjórnarskránni að hún sé ekki íslensk heldur dönsk, en ég hef líka heyrt að ein besta stjórnarskrá heims sé sú japanska og hún er ekki japönsk heldur samin af starfsmönnum MacArthurs sem höfðu jú engra hagsmuna að gæta í Japan.
Kannski er einmitt ráðið að fá einhverja utanaðkomandi til að semja þessa nýju stjórnarskrá, einhverja sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það er jú staðreynd að það er ekki til sá Íslendingur sem ekki myndi reyna að koma sínum hagsmunum að í nýrri stjórnarskrá því öll eigum við hagsmuna að gæta.
Svo er annað og það er að mér sýnist að landsbyggðin verði að annaðhvort að fá vörn fyrir yfirgangi höfuðborgarsvæðisins eða það verði að verða aðskilnaður landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins.
Ekki fráleitt að skipa þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kjósendur og frambjóðendur eru þolendur í þessu máli. Þú misskilur alveg það sem við höfum gefið út um afstöðu okkar.
Hún er tvíþætt: Við viljum að Stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Með því að leggjast ekki fyrirfram gegn neinum kostum leggjum við áherslu á
að það verði Alþingi og stjórnvöld sem beri alla ábyrgð á því hvað gert verður, það er í þeirra verkahring en ekki okkar.
Ef við höfnum öllu öðru en því að kosið verði aftur verðum við gerð ábyrg fyrir því og þeim kostnaði sem af því hlýst.
Ábyrgðin á því er hvorki okkur né kjósendum að kenna, heldur Alþingis og stjórnvalda.
Ómar Ragnarsson, 30.1.2011 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.