Það er nokkuð ljóst að þessi maður skilur ekki vilja fólksins.

Fólkið vill ekki stjórnun að ofan sem tekur ekki tillit til þeirra þarfa sem fólkið hefur.  Og það er einmitt gallinn við ESB að forustan þar hlustar ekki á hvað fólkið vill heldur horfir meira á það sem hinn fámenni hópur forustumanna sambandsins sem dreymir um stórveldið Evrópu vill.

Og hver eru viðbrögðin við því að fólkið segir nei?  Þau eru auðvitað í anda harðstjórnarinnar við verðum að tryggja með góðu eða illu meiri samruna hvað sem fólkið segir.

Svona menn eiga ekki heima í forustu fyrir einu né neinu og eiga að segja af sér strax vegna heimsku.


mbl.is Meiri samruni eina svarið við vaxandi þjóðernishyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar Þór. Sammála  þér.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2011 kl. 10:34

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er ekki Össur Skarphéðinsson að reina að komast inn í þessa glæpaparadís.?  

Vilhjálmur Stefánsson, 11.5.2011 kl. 11:53

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Miðað við samskipti mín við ESB. Þá er hlustað á það sem almenningur hefur fram að færa gagnvart sambandinu. Hinsvegar er það alltaf ríkjanna að hlusta á þegnana, og þannig hefur það alltaf verið.

Jón Frímann Jónsson, 11.5.2011 kl. 12:32

4 identicon

@ Jón Frímann.

Þú ert sennilega einn af örfáum sem fær kannski beinan aðgang að ESB Elítunni, af því að þú ert sannur og sannkallaður ESB rétttrúnaðarsinni og það með þvílíkum endemum !

ESB Elítan hlustaði ekkert á almenna Frakka eða Hollendinga þegar þau sögðu NEI við Lissabon ánauðinni sem þessi Elíta vildi troða upp á alþýðu ESB landanna.

Þeir komu þessu bara í gegn með öðrum og lymskulegri hætti !  Elítan lætur aldrei einhvern óbreyttan pöpul stoppa sig í að hafa yfirþyrmandi vit fyr vesælum pöplinum !

Þessi hrokafulli ESB Commísar er bara gerspilltur, valdasjúkur partur af þessu siðspillta og upphafna ESB Elítu hyski !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 13:19

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Vandin við ESB er að þar er bara hlustað á þegar menn eru sammála forustunni hitt er skilgreint sem misskilningur og á móti hagsmunum ESB og því ekki hlustað á það.

Einar Þór Strand, 12.5.2011 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband