Vantrú eru ekki trúverðugur hópur.

Sá hópur sem reynir að koma í veg fyrir umfjöllun um sjálfan sig með þöggun, en krefst þess að fá frelsi til að fjalla um aðra án þess að þeir hafi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér verður aldrei trúverðugur.

Vantrúarmenn verða að skilja að það eru ekki allir sammála þeim og hafa aðra skoðun og hún verður að fá að koma fram.

En það sem er verra við þetta allt er að þetta er að verða viðtekin venja hjá hópum í þjóðfélaginu. Aðferðin er köstum rýrð á persónurnar sem eru ekki á sömu skoðun í stað þess að skoða rök.  Þetta má sjá til dæmis í umfjöllun um hnattræna hlýnun, þar sem þeir sem efast um að hún sé af mannavöldu eru sagðir í afneitun, svo er oftast ekki heldur efast þeir um að hlutur manna sé sá sem haldið er fram af þeim trúuðu.

Annað gott dæmi um svona öfga var um daginn þegar opinberar og hálfopinberar stofnanir hættu að auglýsa í vefmiðli til að hafa áhrif á umfjöllun hans í ákveðnun máli.  Þarna brutu forstöðumenn þessara stofnana tjáningarfrelsið og eiga því að segja af sér, opinberstofnun getur aldrei tekið afstöðu í svona máli.


mbl.is Málið snúist um útúrsnúninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Sá hópur sem reynir að koma í veg fyrir umfjöllun um sjálfan sig með þöggun,"

Vantrú sendi erindið til siðanefndar HÍ. Í því felst ekki þöggun heldur er félagið að leita réttar síns.

> "en krefst þess að fá frelsi til að fjalla um aðra án þess að þeir hafi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér"

Hvað í ósköpunum áttu eiginlega við með þessu? Það er hægt að gera athugasemdir við allar greinar sem birtast á Vantrú auk þess að félagið er með spjallborð sem allir geta notað.

> "Vantrúarmenn verða að skilja að það eru ekki allir sammála þeim og hafa aðra skoðun og hún verður að fá að koma fram"

Þetta hefur Vantrú alltaf skilið og aldrei mótmælt.

Matthías Ásgeirsson, 13.12.2011 kl. 21:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú villt semsagt láta þagga niður í Vantrú Einar?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2011 kl. 21:51

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Matthías þetta hefur bara verið í orði en ekki á borði hjá ykkur því miður og þið hafið líka notað förum í manninn ekki málefnið aðferðina í ykkar málflutningi.  Í raun eruð þið hálf aumkunarverður hópur sem reynir að þröngva skoðum ykkar fram með frekju og neyða meirihlutann til að fórna sínum rétti fyrir rétt minnihlutans.  Varðandi erindið til siðanefndar þá held ég að það hafi verið undirbúið með félögum í nefndinni og hafi síðan átt að nota til að sýna fram á hvað ykkar málstaður væri ofboðslega góður.  Reyndar fæ ég ekki skilið hvernig nefndin sér sér fært að sitja áfram eftir þetta, bæði sem nefnd og í stöðum sínum við HÍ.  En það sýnir kannski best hvernig siðgæðið er í þessu þjóðfélagi.

Einar Þór Strand, 13.12.2011 kl. 21:55

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Jón Steinar nei það vill ég ekki en ég vil að þeir hætti að látast vera einhver "móralskur meirihluti".

Einar Þór Strand, 13.12.2011 kl. 21:56

5 identicon

Ég held menn eigi að skoða vel innherjaspjall Vantrúarmanna og það sem hefur birst af samræðum þeirra á milli. Það sýndi svart á hvítu hvernig þessir gaurar eru innréttaðir. Í sporum Matta þá myndi ég skipta um nafn og kaupa hauspoka, en sem betur fer er ég það ekki.

Hálfdán (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 22:12

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Varðandi erindið til siðanefndar þá held ég að það hafi verið undirbúið með félögum í nefndinni"

Það er nú ekki hægt annað en að hlæja að þessu :-)

> "skoða vel innherjaspjall Vantrúarmanna og það sem hefur birst af samræðum þeirra á milli."

Ja, hvað myndum við sjá ef við myndum skoða trúnaðarsamtöl þín Hálfdán og klippa þau svo í sundur - velja verstu bitana og taka úr samhengi?

Hér sést t.d. eitt dæmi, þetta með "heilagt stríð"

Hvað um það, líði ykkur bara sem allra best með þessar hófsömu skoðanir ykkar :-)

Matthías Ásgeirsson, 13.12.2011 kl. 22:19

7 identicon

Hálfdán: Ertu þá að tala um þráðinn sjálfan, eða útgáfu Bjarna Randvers af honum ?

Þar er nefninlega stór munur á. Orð tekin úr samhengi. Grín og kaldhæðni sett fram eins og það hafi verið illindi og meining bakvið það og allt eftir því. En það er svosem í stíl við glærurnar sem um ræðir, þannig að þeir eru varla undrandi yfir því í Vantrú. :)

Annars var þessi þráður á læstu spjalli, en það stoppaði ekki kennarann og hann hefur verið duglegur að dreyfa sinni útgáfu af honum um allt háskólasamfélagið og víðar. En þú sérð ekkert að því að sýsla með illa fengin gögn og skrumskæla þau og nota gegn fólki.

En að leggja inn erindi til siðanefndar og tjá sig í einrúmi á lokuðu spjallsvæði. Það er grafalvarlegt... ekki satt?

Einar (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 22:22

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Matthías, það var engin Vantrúarmaður í kennslustundinni. Álit þeirra sem voru hins vegar þar staddir, á því sem þar fór fram,er á skjön við áróður ykkar gegn BR. Þið kjósið að dæma alla kennslustundina út frá glærum hans og fyrir þær viljið þið krossfestingu

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2011 kl. 23:44

9 identicon

Matthías og þeir hjá Vantrú eru sannarlega ótrúlegir. Matthías segir orðrétt á Vantrúarvefnum:

"Besta dæmið um útúrsnúning er sennilega þegar Bjarni fullyrðir að Vantrú sé að lýsa yfir “heilögu stríði” á hendur Guðfræðideildinni, Háskólanum og honum sjálfum. Er eitthvað til í þessu? Nei."

Svo vísar Matthías í ummælin sem "snúið var útúr" að hans mati og voru skrifuð af Reyni Harðarsyni, formanni Vantrúar. Þau eru orðrétt svona:

"Kæru félagar. Í dag lýstum við yfir heilögu stríði á hendur Bjarna Randveri og Guðfræði í Háskóla Íslands."

Það var nú "útúrsnúningurinn" ... og svo vilja Matthías og félagar hans hjá Vantrú meina að einhver broskall eigi að breyta merkingu orðanna og gera þau fyndin.

Skyldi Bjarna, sem þá var búinn að sæta margra mánaða ofsóknum af hendi Matthíasar, Reynis og annarra Vantrúarmanna, hafa þótt þetta fyndið? Ég veit það ekki, en frá mínum sjónarhóli þá táknar þessi broskall ekkert annað en illkvittnina í Vantrúarfólki. Þeim finnst bara svona gaman að ofsækja fólk, sérstaklega þegar þau halda að þau séu að "vinna". Þá koma svona broskallar með og hafa sannarlega gert áður í svipuðum tilfellum þegar þeim finnst þeim hafa tekist að knésetja einhvern.

Og í stað þess að biðjast afsökunar eins og allt fólk með snefil af sómatilfinningu myndi gera þá hleypur Reynir Harðarson bara í felur á meðan Matthías og hinir Vantrúarmennirnir þyrla upp ryki í þeirri von að einhver láti enn blekkjast.

Þessu Vantrúarliði er ekki viðbjargandi.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 03:53

10 Smámynd: Einar Þór Strand

Mattías nei það er ekki hægt að hlægja að þessu því þetta er graf alvarlegt mál sem minnir mest að aðferðir sem tíðkuðust í Þýskalandi milli 1933 og 1945.

Einar Þór Strand, 14.12.2011 kl. 07:45

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Já, ég man þegar nasistarnir sendu mál til siðanefnda og skrifuðu jafnvel blaðagreinar.

Matthías Ásgeirsson, 14.12.2011 kl. 14:04

12 Smámynd: Einar Þór Strand

Mattías þeir notuðu einmitt þær aðferðir til að líta vel út.

Einar Þór Strand, 14.12.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 70521

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 689
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband