Mörður núna lýgur þú.

Miðað við áhuga forustumanna ESB á því að fá okkur inn þá myndi ég halda að það væri ESB sem væri að gana í Ísland en ekki öfugt, en þegar kemur að Samfylkingunni þá er auðvitað rétt að Samfylkingin er að ganga í ESB en ekki öfugt.  Reyndar á ég alltaf erfitt með að skilja hvers vegna flokkur sem telur sig vera jafnaðarmannaflokk vill gagna í hið aristokratíska ESB, en skannski má skilja það á þann veg að Samfylkingin sé farin að halda að krati á íslensku standi fyrir aristokrati, hver veit.
mbl.is ESB ekki að sækja um á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að sjálfsögðu er ESB ekki að ganga í Ísland

Enda sóttum við um að ganga þarna inn. Ekki ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 22:37

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Nei það er ekki alveg rétt Samfylkingin sótti um að ganga í ESB og neitaði þjóðinni um að segja sitt um það.

Einar Þór Strand, 11.1.2012 kl. 23:36

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Meirihluti Alþingis með þingmönnum úr öllum flokkum í stórnarliðinu greiddu atkvæði með ESB umsókninni.

Samfylkining er stærsti flokkur á Alþingi með 30% atkvæði og þeirra helsta mál er ESB.

Þingræðið ræður sem almenningur kaus til að starfa í sínu umboði.

Þetta kallast lýðræði.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 23:47

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sleggjuhvellir á fullu að hamaast fyrir samspillingun...

Það breitir engu hvaða aðilar það voru eða úr hvaða flokkum þeir komu. Þjóðin fékk ekki að segja til um hvort það ætti yfir höfuð að halda í þessa háskaför.

Ég var til dæmis aldrei spurður um álit, og enginn sem ég þekki. Það skiptir heldur engu máli þó að samspillingin hafi 30% úr kosningu til Alþingis. Hef enga trú á að sá flokkur fái það fylgi í næstu kosningum.

En Sveinn Ingi mikið er ég sammála þessum pistli þínum...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.1.2012 kl. 00:36

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Þingræði er ekki lýðræði og þingið er jú bara til að þjóna þjóðinni þannig að þjóðaratkvaæi var engin goðgá en einveldissinnarnir í Samfylkingunni vilja jú aristokratískt einræði þar sem borgararnir eru ekki að flækjast fyrir hinum upplýstu þingmönnum sem allt vita og geta.  Alla vega geta þeir drukkið þegar þeir erum að funda um aðildina að ESB í Brussel.

Einar Þór Strand, 12.1.2012 kl. 00:40

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það fá allir Íslendingar að kjósa um samninginn þegar hann liggur fyrir. Er það ekki lýðræði?

Ef þetta er svona mikil háskaför að ganga í ESB þá ætti NEI sinnar ekki að óttast þetta aðildarferli.

En þið eruð greinielga hræddir við of góðan samning.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 08:59

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Nei við erum hræddir við að það verði fiktað í kosningunum eins og ESB er víðfrægt fyrir og að kosið verði þangað til að sagt verði já með góðu eða illu.

Einnig held ég að kostnaðurinn við drykkjuferðirnar hjá Össuri sé eitthvað sem þarf að skoða.

Einar Þór Strand, 12.1.2012 kl. 12:12

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það verður kosið einusinni.

Þessi kosning verður ekki á vegum ESB heldur Ríkisstjórnar á viðkomandi tíma

Líklega eftir næstu kosningar þegar XD verður komin aftur við völd.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 12:26

9 Smámynd: Einar Þór Strand

Hvað sem þú villt meina um þetta þá hefði átt að kjósa um hvort við færum þessa vegferð eða ekki, það er ekki hægt að láta spillta þingmenn eina um að taka ákvörðun í svona máli.  En það er svo einkennilegt með menn sem hrópa lýðræði að þeir vilja sem minnst af því vita þegar það gegur á móti þeim.

Einar Þór Strand, 12.1.2012 kl. 17:24

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mín skoðun er að það hefði verið heppilegt að kjósa áður. Þá hefði umboðið verið sterkara.

En það var ekki gert því miður.

Svo betur verður samt kosið þegar samningurinn lyggur fyrir.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 17:53

11 Smámynd: Einar Þór Strand

Og værir þú þá sáttur við að það þyrfti minnst 2/3 atkvæðisbærra til að segja já?

Einar Þór Strand, 12.1.2012 kl. 20:56

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki eðlilegast að meirihlutinn ræður.

Ef það hefði þurft 2/3 til þess að neyta Icesave þá hefði samningurinn verið samþykktur vegna þess að NEI-ið var bara 60% ekki 2/3 (66,66%)

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 23:56

13 Smámynd: Einar Þór Strand

það hefði þurft 2/3 til að samþykkja hann því það er íþyngjandi eins þarf 2/3 til að gangast á hönd nasistunum í Brussel.

Einar Þór Strand, 13.1.2012 kl. 00:09

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

nasistum?

Sleggjan og Hvellurinn, 13.1.2012 kl. 10:03

15 Smámynd: Einar Þór Strand

Já ef þú skoðar embættismennina í Brussel þá sérðu að þar ráða sömu ættir og öfl sem komu fasistmanum fram í Evrópu á 3 og 4 áratugnum.

Einar Þór Strand, 14.1.2012 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband