10.2.2012 | 11:43
Geta siðareglur brotið mannréttindi?
Getur verið að siðareglur sem hópar og félög setja sér brjóti á rétti félaga til að hafa skoðanir og ræða þær?
Er það virkilega þannig að krafan um umburðarlyndi sé orðin þannig að hún sé sjálf óumburðarlynd?
Er það virkilega þannig að minnihluta hópum sé gert mis hátt undir höfði eftir því hvort minnihlutahópurinn er pólitískt "réttur" eða "rangur"?
Persónulega er ég ósammála Snorra um samkynhneigð en ég er líka ósammála þeim sem vilja banna honum að hafa sína skoðum á samkynhneigð. En er nokkuð að því að fólk viti að það er til fólk sem hefur þessa skoðun?
Í mínum huga er tjáningarfrelsið eitt af því heilagasta sem til er og í raun eru ekki til neitt sem heita rangar skoðanir, og við skulum ekki gleyma að ritskoðun er bönnuð samkvæmt stjórnarskrá og ritskoðun má ekki í lög leiða.
Það að hóta mönnum starfsmissi fyrir að tjá skoðanir sínar er gróf tilraun til ritskoðunar og sýnir hvað íslenskt þjóðfélag er að verða "nasistískt".
Ég veit að Snorri hatar ekki samkynhneigða þó að hann telji samkynhneigð synd, en mér sýnist fullt af fólki hata Snorra fyrir að telja samkynhneigð synd, sennilega er meira hatur í skrifa á móti Snorra en í skrifum hans.
Erfitt að draga línuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ljóst er að ef félag setur sér siðareglur sem ganga þvert á mannréttindakafla stjórnarskrár eru slíkar reglur einskis virði. Þær verða eðlilega að víkja.
Varðandi hugleiðingar um hatur, þá held eg að setja megi fremur tortryggni í staðinn. Snorri vill láta gamlar trúarreglur fylgja tímanum sem gengur auðvitað ekki nema í þeim löndum þar sem bókstafstrúarmenn ráða í einu og öllu.
Eg held að tortryggni gagnvart Snorra rýri traust á honum og rétt væri hjá honum að draga í land, biðjast afsökunar á þessum umdeildu skoðunum nsínum og biðja guð og góða menn um betra veður!
Góðar stundir!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2012 kl. 11:56
Þessi pistill þinn Einar er það allra besta sem ég hef séð um þetta mál. Ég er algjörlega sammála þér þar sem þú segir "Persónulega er ég ósammála Snorra um samkynhneigð en ég er líka ósammála þeim sem vilja banna honum að hafa sína skoðum á samkynhneigð. En er nokkuð að því að fólk viti að það er til fólk sem hefur þessa skoðun?"
Kjarni málsins er eins og einhver sem ég man ekki hver var á að hafa sagt: Ég er algjörlega andvígur skoðunum þínum en ég er tilbúinn að berjast til síðasta blóðdropa fyrir því að þú megir hafa þær.
Magnús Óskar Ingvarsson, 10.2.2012 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.