10.8.2012 | 21:18
Já þetta er ekki það sem við viljum heyra.
En það er þannig að dýr eru eins og þau eru og gera það sem eðlið býður þeim. Hérna er til dæmis smá sem er allrar athygli vert.
Á þá kannski að aflífa alla ketti án viðvörunar? Sorry það er bara þriðjungur.
Nei auðvitað ekki en hættum að tala um dýr sem eitthvað annað en þau eru og kannski væri gott að við gerðum okkur grein fyrir því að við erum sennilega sjálf meira af dýrseðli en skynsemi þegar öllu er á botninnhvolft.
Laus hundur réðst á kött og drap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kettir eiga ekkert að ganga lausir í þéttbýli frekar en hundar. Hræðilegir skaðvaldar og drepa þúsundir smáfugla á ári. Minnsta mál að halda ketti alfarið innandyra.
Sveinn (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 22:02
Æji góðu bestu þið hljótið að vita að fuglar drepa líka fugla.Mávar og aðrir stórir fuglar drepa þúsundir smáfugla á hverju ári.Minn köttur fer út í band hann er ekki ánægður með það en skilur að ég geri það til vernda hann fyrir stórhættulegum hundum og manneskjum sem hafa gaman af því að pína saklausá kisur.
skvísa (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 22:23
ÆÆÆÆÆ Greyin mín, Lásuð þið ekki þessa frétt áður en þið rukuð í að gera athugasemdir, bæði Sveinn og skísa tala um það eins og grey kattar ræfillinn hafi verið laus á almannafæri, ég gat ekki betur séð í fréttinni en að hann hafi verið inn í EINKAGARÐI!!! Svo er það þessi greinilega ótamdi hundur sem að ræðst á hann inn í garðinum!! Farið með rétt mál ef að þið þurfið endinlega að vera röfla hér!!!
Palli (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 23:03
Kötturinn hefur varla verið "settur" af eigendum yfir í annan EINKAGARÐ. Gengur laus þangað. Skvísan er það mikil ljóska að það þarf ekki að svara henni.
Sveinn (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 23:22
Mitt innlegg þarna var til varnar köttum en ég get ekki að því gert ef þið hafið ekki betri lesskilning en þetta.Þið hljótið báðir að vera "ljóshærðir" Svenni og Palli?
skvísa (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 23:30
ofboðslegt bull er þetta alltaf.. dýr drepa dýr.. menn drepa menn,menn drepa dýr(til gamans,af þörf og til matar), hundar drepa hunda,hundar drepa dýr(fæstir hundar ná köttum og enn færri hafa snerpu og þor til að klárar málið),kettir drepa ketti,kettir drepa dýr, fuglar drepa fugla,fuglar drepa dýr........... gæti haldið lengi áfram..
það er nánast engar líkur á því að köttur,frekar en önnur dýr, hafi skilning á því hvers vegna að hann sé hafður í bandi.. þó hann sætti sig við það.. til þess þarf hann rökhugsun, sem t.d börn upp að ca.12ára aldri hafa ekki einu sinni(hef ég heyrt). sem og flest ef ekki öll dýr önnur en manneskjan.. þori samt ekki alveg að fullyrða að þetta eigi við alveg öll dýr. spurning með einhverja primata.
ragnar (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 04:50
Ég verð nú að bæta við að greyin kettirnir eru bara ekkert skárri en hundarnir, en kettirnir ganga lausir og hafa farið inn um glugga í auðum húsun og gert þarfir sínar þar, sem er frekar sóðalegt, ég þekki líka um eitt dæmi og eflaust eru til fleiri, þar sem köttur komst inn um rifu á glugga og drap eistaklega fallegan (og frekar dýran) páfagauk sem var vængstífður og gat ekki forðað sér, fór með hann út og át, það sást til hans koma út um gluggan með fugglin í kjaftinum en aðeins nokkrar fjaðrir voru eftir þegar náðist í köttin, ekki var sá köttur aflífaður og ekki fengu eigendur gaukinn bætan og ekki einusinni afsökunarbeðni þvi að kettir eru kettir var bara sagt. En kettir eru jú sætir eins og önnur dýr en eru bara ekkert betri en t.d. hundar en meiga samt ganga lausir um allt, ég er samt sammála því að of mörg arvarleg slys verða vegna hunda og alveg sama hvað sumir hundaeigendur væla þá er það ekki í lagi að stórir og kraftmikir hundar bíti önnur dýr eða fólk og það er bara tímaspursmál hvenær arvarlegt slys verður af. Hundaeigendur sem sífelt gjamma þegar hundur bítur (til varnar dýrinu) eru til skammar.
Siggi (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 10:27
Hundar geta verið stórhættulegir mannfólki og eiga ekki að ganga lausir.
Annað gildir um ketti. Ef þú lætur þá í friði þá láta þeir þig í friði. Ef þú böggast eitthvað í þeim þá klóra þeir þig kannski smá en það stórslasast nú enginn af því.
Hallgeir Ellýjarson, 11.8.2012 kl. 16:29
Hallgeir Jónsson: "Ef þú lætur þá í friði þá láta þeir þig í friði"
Lestu þetta nú aftur og þá áttarðu þig kannski á því hvernig þú getur ekki komið með svona staðhæfingu. Ég læt ketti vera (á engan hund heldur for that matter), en þeir koma samt og skíta og pissa inni í húsinu hjá mér, í sandkassann hjá börnunum mínum og klóra hitt og þetta.
Ef að "böggast í þeim" þýðir að reka þá af brott frá stöðum þar sem þeir eiga ekkert með að vera, þá er ég víst sek um það. Ég á lítil börn sem ekki vita betur og eru kannski úti í garði að leika sér, svo kemur köttur og klórar og er leiðinlegur þegar að þau vijla klappa honum. Það er rétt hjá þér að það stórslasast enginn af því; þangað til að þeir hitta börn í augun...
Mér finnst að sömu reglur ættu að gilda um ketti og hunda. Allt of oft er fólk qð fá sér kött vegna þess að það þarf ekki allt þetta "lagalega vesen" og skráningu. Vegna þess að það er svo "auðvelt" hugsar fólk stundum ekki alveg til enda hvernig það er að fá gæludýr og hendir greyið kettinum síðan út á guð og gaddinn þegar að það nennir ekki að halda kött lengur.
Ég hef btw átt kött sjálf, og hann var inniköttur af stórum hluta og var ekki utandyra án eftirlits.
Iris (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 19:31
Þú ert ekki að gera kettinum gott með því að hafa hann alltaf innandyra. Ég get lofað þér því að innikettir eru ekki jafn lífsglaðir og kettir sem fá að vera úti.
Ef köttur er kassavanur þá gerir hann ekki þarfir sínar á heimilum annarra. Svo er líka lítið mál að gera ráðstafanir svo að dýr komist ekki inn á heimilið.
Hallgeir Ellýjarson, 11.8.2012 kl. 19:42
Ég vil bæta við að flest gæludýr leyfa börnum að ganga ansi langt án þess að bregðast illa við. Börn koma oft fram við þessar elskur eins og bangsa án þess að fá klærnar í sig.
En auðvitað eru illa ræktuð dýr þarna úti en það á frekar að taka á því sérstaklega í stað þess að refsa öllum.
Hallgeir Ellýjarson, 11.8.2012 kl. 19:44
Kettir eiga að vera í bandi alveg eins og hundar! það er ekkert sjálfsagt mál að fólk eigi að þurfa að gera ráðstafanir svo kettir sem hinnir og þessir eiga skíta og míga ekki í húsunum þeirra eða ráðist á og éta gæludýrin þeirra. Auðvitað eiga að vera reglur yfir ketti eins og hunda, kettir eiga að vera skráðir og fara í ormahreinsun og skoðun einu sinni á ári og eðlilegt að kattaeigendur borgi gjald eins og hundaeigendur, smáhundur er bara ekkert öðruvísi en köttur, hann getur ekki gert stóran skaða frekar en köttur, er alment hlíðnari en köttur, fer ekki inn í annara hús til að skíta, en hann þarf að vera í bandi og borga fyrir, má ekki ganga laus og á að vera skráður og fara í hreinsun. En kötturin, hann fer bara sínar eigin leiðir, skítur í sandkassan hjá smákrökkunum og að sjálfsögðu finst kattaeigendum það bara sjálfsagt, ekki hreinsa þeir skítin eftir sín dýr eins og hundaeigendur flestir (því miður ekki allir) gera og auðvitað er kostnaður á þófélaginu við að skifta um sand í sankössum borgarunar reglulega af því að kettirnir skíta og míga þar
siggi (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 20:27
það eru líka illa ræktaðir hundar þarna úti og það á frekar að taka á því sérstaklega í stað þess að refsa öllum.
Það eru líka illa uppaldir eða innrættir gæludýraeigendur þarna úti og ætti frekar að taka á því sérstaklega í stað þess að refsa öllum.
siggi (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.