Matsfyrirtækin ofmetin

Þessi matsfyrirtæki eru ofmetin og það má segja að þau eigi stórann þátt í því hvernig fór í hruninu og spurning hvort ekki eigi að láta reyna á skaðabótaskyldu þeirra.  En svo er annað sem ekki má gleyma þau eru oft á tíðum að ganga erinda vogunarsjóða sem borga þeim fyrir ákveðnar niðurstöður sem henta þeim.
mbl.is Skuldalækkun skilar verri horfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér Einar. Það er oft eins og fólk trúi öllu því í blindni sem kemur frá þessum matsfyrirtækjum. En eins og þeir vita sem vilja vita þá er oft ekki mikið að marka það sem frá þeim kemur sbr. lánshæfismat þeirra á okkur á þeim tíma sem til stóð að skylda okkur til að taka á okkur Iceslavebyrðina. Það er eins og fólk haldi að það sé eitthvað allt annað en annað fólk sem standi á bak við þessi lánshæfismöt.

assa (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 09:53

2 Smámynd: Óskar

jájá allt þessum útlendingum að kenna hvað varðar "hið svokallaða hrun" hjá sjöllunum.

Óskar, 26.7.2013 kl. 09:57

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það má ekki hjálpa illa söddum einstaklingum og heimilum, en það má borga bankaræningja-ránsfengs-innheimtu-bónusa og hátekju-bónusa?

Við höfum reynslu af þessum heimsveldis-ráns-matsfyrirtækjum, eins og réttilega er bent á hér að ofan.

Og "hjálparsveitin" AGS smjattar á feitum ránsfeng, eftir kolrangt mat, eins og t.d. (BBB=Band-Brjálaðir-Bankaræningjar).

Fjármálaeftirlitið og seðlabankinn eru mikilvægir hlekkir í þessari svikamyllu heimsveldisins.

Og nú er búið að planta einum höfuðpaur Fjármálaeftirlitsins fyrir hrun, í stjórn RUV og LÍN? Hlustið á vitnisburð Jónasar Fr. Jónssonar í Landsdómsmálinu, (hann komst reyndar upp með að vera með alsæmis-einkenni í yfirheyrslunum). Og prófið svo að googla gæjann.

Er þetta ekki alveg dásamlega traustvekjandi? Erlendir bankaræningjar eru höfundarnir, og innlendir embættismenn í valdastöðum eru framkvæmdar-aðilar "reglu"-bankaránanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.7.2013 kl. 13:20

4 Smámynd: Starbuck

Einhvers staðar las ég að öll matsfyrirtækin séu með klásúlu sem segir að þessi möt þeirra séu bara skoðun sem þau firra sig allri ábyrgð á.  Það sé því útilokað að sækja skaðabætur til þeirra.

Starbuck, 26.7.2013 kl. 13:30

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Starbuck. Ekki nóg með það heldur er það helsta málsvörn þeirra í dómsmáli sem bandarísk stjórnvöld hafa höfðað gegn þeim, að það sé bara flón sem taki mark á lánshæfismati.

Ekki gleyma því að þessi fyrirtæki gáfu íslensku bönkunum toppeinkunn, allt fram á síðasta dag áður en þeir hrundu í stærsta gjaldþroti sögunnar á þeim tíma.

Þessi fyrirtæki gáfu líka grískum ríkisskuldabréfum toppeinkunn, skömmu áður en það ríki fór á hausinn.

Þessi fyrirtæki hótuðu því líka að þau myndu "fella" lánshæfiseinkunn Íslands ef við myndum ekki borga Icesave.

Skynsamt fólk hlýtur því óhjákvæmilega að álykta að allt sem þessi fyrirtæki segja sé öfugt við allt sem er rétt og gott.

Þar af leiðandi hlýtur almenn leiðrétting á stökkbreyttum skuldum heimila, að vera hið allra besta mál!

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2013 kl. 14:04

6 identicon

Og hvað með það? Álit okkar á þeim skiptir engu máli. Fyrri mistök þeirra skipta engu máli. Eftir sem áður er matið notað til að ákvarða vaxtagjöld ríkisins. Við ráðum þar engu. Við bara borgum.

Séu S&P eitthvað að misskilja þá eru þeir ekki einir um það. Þeir eru fáir sem sjá galdurinn í hugmyndum ríkisstjórnarflokkanna en nokkuð margir sem telja sig sjá í gegnum sjónhverfinguna. Og hafi stjórnarflokkarnir ekki getað gert sig betur skiljanlega en svo að það kostar okkur stórar fjárhæðir mismælgin og lýðskrumið er varla við aðra að sakast.

Ufsi (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 04:30

7 identicon

Sammála höfundi og mörgum hér að ofan! þessi fyrirtæki hafa sýnt það aftur og aftur að þau eru bara ómarktæk. Auðvitað ganga þau erinda vogunarsjóða og risabanka. Enn ekki hverra? Hverjir haldið þið að eigi þessi glæpafélög? annað ég mæli með því að allt hugsandi fólk fari nú strax að lesa þessa síðu. vald.org.

óli (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 08:50

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir eru fáir sem sjá galdurinn í hugmyndum ríkisstjórnarflokkanna en nokkuð margir sem telja sig sjá í gegnum sjónhverfinguna.

Það eru líka margir lokaðir inni á ýmsum stofnunum sem telja sig sjá ýmislegt sem ekki er.

Hverjar eru annars þessar "hugmyndir ríkisstjórnarinnar" sem allir eru að tala um? Ég hef ennþá bara séð þingsályktunartillögu, og hún inniheldur ekki útfærslu.

Aftur á móti þá er búið að samþykkja að skipa starfshópa sem muni útfæra þetta. Ég reikna með að sú vinna fari í gang bráðum og þá verður þetta útfært.

Án kostnaðar fyrir ríkissjóð. Annars verður þetta ekki gert. S&P miðaði hinsvegar við að ríkissjóður heimsendi ávísanir, sem verður bara alls ekkert gert.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2013 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 70700

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband