29.8.2014 | 15:31
Um boð og bönn
Þegar stjórnvald setur bann eins og þetta þá er það gert til að koma í veg fyrir slys sem er gott mál. En það er ekki gott mál að ganga of langt í að setja svona boð og bönn og það var nokkuð ljóst strax í nótt að flug á þessu svæði í sjónflugsskilyrðum væri nokkuð hættulaust, sérstaklega ef menn væru upplýstir um að það væri eldgos í gangi. Ég er ekki með þessu að draga úr þeirri ábyrð sem það er að reyna að upplýsa menn eins vel og hægt er um hvað er í gangi. Stundum verður þó að leyfa þeim sem eru á svæðinu að taka ábyrð á eigin gerðum og þá kannski gera mönnum ljóst að sé farið inn á svona svæði gæti orðið bið á björgun ef eitthvað kæmi fyrir en ákvörðunin væri hjá viðkomandi.
Ómar: Hafði ekki hugmynd um bannið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta mál snýst ekki um réttmæti flugbanna heldur um það það eitt hvort bann hafi verið hunsað vísvitandi.
Í svari fjölmiðlafulltrúa í dag er sagt að slík atvik séu kærð til lögreglu og þannig hefur mér verið sögð þessi frétt í dag að ég hafi verið kærður.
Sagt er að banni gildir fyrir alla og viðurlögin séu skýr: Svipting flugmannsrétteinda og stöðvun loftfars. Það líðst ekki að loftfar sé á flugi innan bannsvæðis.
Frá mínum bæjardyrum séð eru staðreyndir málsins þrjár: Hvenær hófst hið saknæma flug, hvenær var bannið tilkynnt og hvar var hinn seki þá.
Það tekur kunnáttumann fimm mínútur að finna þetta út. Ég fór í loftið á Egilsstöðum klukkan 5:14, bannið var tilkynnt og tók gildi 24 mínútum síðar.
Þá var ég kominn langleiðina að gosstaðnum og búinn að vera út úr fjarskiptasambandi inni á hálendinu í 15 mínútur og gat því með engju móti vitað um flugbannið.
Ef það á hins vegar að túlka þetta sem algilt bann, líka fyrir þá sem með engu móti gátu vitað af því, er það nýtt í vestrænu réttarfari.
Ómar Ragnarsson, 29.8.2014 kl. 16:36
Ignorance is not a valid excuse !
drilli, 29.8.2014 kl. 17:07
Flottur Ómar.
Sigurður Haraldsson, 29.8.2014 kl. 17:37
Drilli.
Var á vaktinni þessa nótt og stafesti það sem Ómar segir. Ég slæmdist inn í tölvuna um klukkan 05:50 og sá þá að komið var NOTAM sem tók 05:38. Sá enga ástæðu til að reyna að ná sambandi við Ómar, enda óvíst að ná nokkru sambandi við hann þarna. Bannsvæði þetta var lokað í vísindaskyni og því væntanlega hættulítið og þar að auki skv. myndum frá Mílu einungis gufa eftir. Ský eru af sama meiði og gufa og hættan sambærileg fyrir flug.
Kveðja að austan
Benedikt V. Warén, 29.8.2014 kl. 18:20
"Var á vaktinni þessa nótt og stafesti það sem Ómar segir. Ég slæmdist inn í tölvuna um klukkan 05:50 og sá þá að komið var NOTAM sem tók 05:38. Sá enga ástæðu til að reyna að ná sambandi við Ómar, enda óvíst að ná nokkru sambandi við hann þarna. Bannsvæði þetta var lokað í vísindaskyni og því væntanlega hættulítið og þar að auki skv. myndum frá Mílu einungis gufa eftir. Ský eru af sama meiði og gufa og hættan sambærileg fyrir flug."
Er ekki bannsvæði ennþá bannsvæði óháð þinni persónulegu skoðun? "Væntanlega" og "sá enga ástæðu til" eru frekar aum rök.
Sigurður Teitur (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 18:54
Legg frekar til ad flugmala og samskiptaeftirlitid verdi kært, ef tad er verid ad setja a bonn a svædum tar sem ekki er einu sinni hægt ad drullast til ad hafa radiosamband ta er bara einum um ad kenna, Omar var farinn ur radiosambandi og buinn ad leggja fram loglegt flugplan adur en bann var set a, tad er eina sem skiptir i tessu mali, rest er tad hve lelegt tad ma vera ad 85% landsins seu utan radio sambands.
Arnthor H (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 20:18
Sigurður Teitur.
Stundum þarf að vinna með heilbrigða skynsemi, hvað sem öllum reglum líður. Mér bar, sem vakthafandi með flugplan, að upplýsa um ástandið. En ef þú setur hlutina í samhengi sérðu ef til vill vandkvæðin við það.
Ómar fer í loftið 05:14
NOTAM-skeyti tekur gildi 05:38 þegar Ómar er kominn langleiðina inneftir
Ég tók eftir skeytinu í innboxinu um klukkan 05:50. Þá var Ómar kominn á svæðið og búinn að hringsóla þar skamma stund.
Staðkunnugir vita að þar er ekkert radíósamband, en ef málið hefði verið talið brýnt (hér komum við af heilbrigðri skynsemi) eru til lausnir, t.d. að biðja yfirflugið að bera á milli. Skaðinn var hins vegar skeður og því mat ég það þannig, í ljósi þess sem ég hef áður skrifað, að málið væri ekki brýnt.
Barn, sem búið er að vaða uppfyrir, verður ekki þurrt í fætuna þó þú kippir því fljótt upp úr pollinum. Það er hins vega ástæðulaust að ærast á meðan barnið stendur í lappirnar.
Hafi einhver farið á skjön við reglur, þá er það undirritaður en ekki Ómar Ragnarsson.
Benedikt V. Warén, 29.8.2014 kl. 20:58
Takk Benedikt. Því ber að fagna, að ekki skuli allir telja við hæfi að vera kaþólskari en páfinn.
Þorkell Guðnason, 29.8.2014 kl. 22:34
Sælir,
nr.1 Ómar þú legur að stað át að gosstöðum þar sem er byrjað að gjósa um eftir miðnæti rétt?.
nr.2 ég tek að miðað við þína mikla flugrenslu og þekkingu er þá ekki þekkin og reynsla sem þú hefur er þá ekki vitað mál að svæði verður þá "no fly sone" eða flugbansvæði?, Þanig að þú svona veist að það verður banna en ég ætla samt að fara áður en þeir geta send tilkyningu eins og var gerð með fimmvöruháls, eyjafjallalökul, grímsvötn og heklu?
nr.3 Sem kemur rendar á óvart eins og Benedikt V. Warén segir að þá er 25% landsn skukasvæði sem er nokkuð alvalegt að það sé ekki hægt að hafa samband, en það er annar s álmur í þvi, Anna eins og ég segi og viðikeni ég að ég þekki allt máli í þessu en þá sýnist mér Benedikt, sem að mér virðist og er þetta smá ákiskun hjá mér er hann í flugturni þar sem ómar ragnason fór (leiðrétti mig ef það er ragnt) Þá telur maður í flugturni ekki rétt að láta flugmann af flugbannasvæði sé í gildi?, Þegar flugvél er að fara af stað og er komin "Láng leiðina" er samt ekki gert til að "reyna" haft samband við fuglman og seyja frá því sem er tilkyning frá ISAVI um flugbansvæði því hann er alveg komin og má í raun halda áfram?, Þetta er eitthvað ég sem leikman skil ekki en eins og segir þekki ég ekki til í flugheimin kannski er hann mjög frábrugum heim sem ég er í það er það flugheimur er heidlandi og mikil forréttindi að vera í því. En Þetta með Radíósamband fynst mér mjög allavleg ef eitthvað kemur uppá.
Sigurður Óskar (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 01:22
Í flugheimum notast fólk sem betur fer oftast ennþá við heilbrigða skynsemi, Sigurður. Mér sýnast Ómar og Benedikt báðir vera skynsamir menn sem hafa vit og reynslu til að sinna sínum störfum.
Því miður eru samt undantekningar á þessu, nefna má nýlegt dæmi þegar farþegaflug var leyft yfir svæði þar sem uppreisnarmenn vopnaðir flugskeytum réðu ríkjum. Það endaði illa.
Hörður Þórðarson, 31.8.2014 kl. 05:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.