Það má nú reyndar gangrýna framgöngu lögreglunar líka

Þegar maður fylgdist með fréttum af framgöngu lögreglunar í fyrra og hitteðfyrra sumar þá fannst manni þetta vera svoldið gærræðislegt, þá á ég ekki við að fjarlæga fólk sem var að hlekkja sig við tæki eða taka hús, heldur allt það sem var gert til að reyna að koma búðunum í burtu.  Því má sýslumaður kannski líta smá í eiginn barm og skoða hvort hann ætti ekki aðeins að leyfa mönnum að mótmæla þó svo að það samrýmist kannski ekki skoðunum valdamanna, það meiga allir hafa skoðanir á Íslandi og láta þær í ljósi, sem  betur fer.
mbl.is Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst þessi fréttaflutningur á dögunum alveg með ólíkindum. Gleypt við þessu frá manninum og engar tilraunir að því er virtist til að heyra sjónarmið lögreglunnar. Ath. að þetta er dæmdur glæpamaður á Íslandi, hélt starfsfólki verkfræðistofu í gíslingu. Er nú kominn hingað til að berjast gegn "innrás þungaiðnaðarins inn í Ísland". Hvaðan kemur þessi maður? Bretlandi er það ekki? Er enginn iðnaður þar? Og hvernig kom hann hingað? Kom hann syndandi eða nýtti hann kannski farartæki? Hvernig urðu þau til? Eigum við kannski öll að storma til Bretlands og beita þar ofbeldi til að koma á framfæri mótmælum okkar við því hvernig stjórnvöld þar haga sér í... bara einhverju? Legg til að fjölmiðlar hætti að lepja upp það sem þetta fólk segir, en óska því að öðru leyti góðrar skemmtunar í útilegunni fyrir austan.

Gústaf (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:29

2 identicon

Takk Sölvi, en hugsunin með sundkommentinu var ekki mengunartengt, þótt halda mætti langa tölu um þversagnir í mótmælum Bretanna þarna uppfrá gegn nýtingu endurnýjanlegra orkulinda hérlendis, sem menn láta sig bara dreyma um í hans heimalandi. Punkturinn var nú bara sá að hann er á móti "heavy industry" en er nú samt alveg ófeiminn við að nýta sér afurðirnar. Flugvélar, bílar og skip vaxa ekki á trjánum, því miður.

Gústaf (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:51

3 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

"Það er þekkt aðferðafræði mótmælenda að ata mótherja sína auri til að reyna að bæta eigin málstað og koma á þá höggi."   Þetta gildir yfir meginþorra þessara atvinnumótmælenda.  Þeir vita fæstir hverju þeir eru að mótmæla, lögreglan á að fá að taka hart á þessu liði

Örvar Þór Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 11:10

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þessir mótmælendur eru stór hættulegir. Þeir leggja líf sitt og annar að veði. Að það hafi ekki orðið stórslys síðasta sumar er alveg ótrúleg heppni. Ég skil það fullvel þegar lögreglumenn verða gramir í geði. Þeir þurfa að standa í því að fjarlægja mótmælendur og síðan sleppa þeim til að geta fjarlægt þá aftur. Síðan koma fréttamennirnir æstir í það sleikja upp allan skít og troða sér nánast inn á nærbrækur Lögreglunar. Við eigum að sýna Lögreglu Íslands virðingu. Þeir vinna mjög erfitt starf sem greinilega ekki allir kunna að meta. 

Við ættum að taka upp reglur sem mörg ríki af gert. Ef einhver er dæmdur hér á landi fyrir alvarleg brot eins og að svipta aðra frelsi sínu. Þá eiga viðurlöginn að innihalda: Viðkomandi verði gerður útlægur frá Íslandi og meigi aldrei aftur stíga fæti á landið eða koma inn fyrir lögsögu Íslands.  

Fannar frá Rifi, 26.4.2007 kl. 11:31

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég er nú á því að fréttir af "harðræði" lögreglu hafi verið uppspuni einn.  Ég var sjálfur staddur inní Lindum fyrir tilviljun þegar "lögreglan fjarðlægi mótmælendur og beytti þá óþarfa hörku"

Allir af þessum mótmælendum gengu sjálfviljugir með sinn farangur inní bíla Suðurverks, sem flutti þá til Egilsstaða.

Og atvikið með Hjalta á Egilsstöðum var sviðsett, varðstjórinn var margsinnis búinn að biðja hann að yfirgefa lóðina og að lokum brast hann þolimæði, og það sést nú greinilega ef horft er á myndbandið að ekki var nú hrindingin mikil. 

Var það alger tilviljun að það var önnur myndavél hinum megin við götuna???

Hjalti er yfirlýstur andstæðingur þessara framkvæmda.....

Í ljósi alls þessa er ekkert skrítði þó að lögreglan sendi frá sér svona tilkynningu...

Eiður Ragnarsson, 26.4.2007 kl. 11:51

6 identicon

Kæra Íslenska thjod, opnid augun og sjaid i gegn um thetta rugl. "...þekkt
aðferðafræði mótmælenda að ata mótherja sína auri til að reyna að bæta eigin
málstað og koma á þá höggi". Mótmælandi er sá sem andmælir thvi sem sagt er.
Their eru mjög smekklega ad segja ad their sem andmæla eru lygarar og ég sé ekki
betur en ad lögreglan sé snyrtilega ad ata aur a "mótmælendurna" med thessu
ordalagi.

Thad er samt fallega gert af löggunni thetta arid ad ætla ekki ad hafa afskipti
af mótmælendum fyrr en their hafa brotid af ser. Ólikt thvi i fyrra thegar their
gerdu hvad sem their vildi thegar their vildu. Duglegir vid ad lata sig lita ut
fyrir ad vera godu gæjana. Já klappid fyrir Íslensku loggunni sem er svo frábær.
Eins og Sölvi sagdi herna a undan mer man eg heldur ekki betur en ad
yfirlögreglustjóri a austurlandi, hr. Bjartmarz hafi hrint myndatökumanni i
eitthverju reidiskasti og hafi svo seinna thurft ad bidjast afsökunar fyrir
ófagmannlegt atferli sitt. Já, húrra fyrir lögreglunni á Íslandi, sem "samkvæmt
skoðanakönnunum nýtur mikils trausts almennings m.a. fyrir heiðarleika".

Já thökkum löggunni fyrir gott starf. Thökkum theim fyrir ad eyda tima i ad
reyna ad dæma folk sem berst fridsamlega fyrir thvi ad vidhalda islenskri
natturu a medan dopsalar og smákrimmar landsins ganga lausir.

 "Þetta er vart svaravert og í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að þessi
maður ásamt félögum sínum hefur undanfarin 2 ár komist upp með það að ásaka
lögregluna á Íslandi (...) um margs konar ávirðingar í starfi".

Ég hef lent i lögreglunni a Íslandi (austurlandi) fyrir fridsamleg motmæli og
midad vid allt theirra fasistalega framferdi sem eg sa get eg vel truad theim til ad hota folki ad
planta fikniefnum a thad eda i bilinn theirra til ad geta rekid tha ur landi.

Á hverjum degi eru skodanir okkar motadar af ríkisstyrktum fjolmidlum og vid
erum mötud af thvi sem their vilja ad vid sjaum. Ekki leyfa fjölmidlum ad mata
ykkur. Efist um thad sem fjölmidlarnir skrifa.

Tryggvi

Tryggvi (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 70521

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 689
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband