29.9.2007 | 10:33
Hvaða bull er núna í gangi
Farsíma sendar eru frekar afl litlir eða um 25 wött þeir öflugustu, þeir senda frá sér rafsegulbylgjur sem eru samskonarbylgjur og venjulegt ljós reyndar á öðrutíðnisviði en sömu bylgjurnar eigi að síður. Í skólastofu eru rafmagnsljós oft um 10 ljósastæði með tveimur til þermur 40watta flúrperum sem senda frá sér rafsegulbylgjur og ef við keiknum það saman þá fáum við út 800 wött að lágmarki inni í stofunni og mun nær heldur en farsíma sendirinn og fjarlægð hefur mikil áhrif.
Einföld tilraun sem fólk getur gert til að finna áhrif fjarlægðar er að halda hendinni í 10 og síðan 20 cm fjarlægð frá 60 watta ljósaperu og finna hitamuninn, kannski væri best að hún væri 100 wött eða 4 sinnum öflugri en sendirinn og svo skulum við hugsa hversu mikill orku þéttleiki er úti í 10 og 100 metra fjarlægð.
Svo er kannski líka rétt að benda á að símarnir í vasa okkar og eru í snertinu við okkur senda allt að 1 watt og ekki bara á meðan símtali stendur heldur reglulega púlsa svo kerfið viti hver þeir eru (á hvaða sendi).
Svona í endan ef við eigum að vera samkvæm sjálfum okkur þá eigum við líka að krefjast þess að raflýsing sé tekin niður í skólunum og tölvur bannaðar sérstaklega fartölvur eins og ég sit við núna og tengist netinu þráðlaust með sendi á svipuðu tíðnisviði og G3 í 25 cm fjarlægð.
Í Englandi hafa menn reynt aftur og aftur með faraldsfræðilegum rannsóknum að sýna fram á hættuna en ekkert gengið.
Einar
Vilja taka 3G senda niður aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ein af ásstæðunum fyrir því að ég vil ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.
Þar eru menn heilaþvegnir af allskonar vitleysu
Kanski óþarfi að alhæfa um borgarbúa en það eru margir of skrýtnir í borginni til að ég geti þrifist þar.
Svo notaði ég dimmerin á ljósinu til að minka útgeislun
Ólafur Björn Ólafsson, 29.9.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.