16.12.2007 | 12:57
Loksins
Þó hópurinn sé lítill þá eru þetta menn sem byggja á skoða málin með gangrýnum huga ekki að hlaupa eftir meirihlutanum, og eins og Ibesn segir í þjóðníðingum þá hefur meirihlutinn alltaf rangt fyrir sér þegar kemur af málefnum sem varða afkomu.
Þó ég trúi ekki á að hnattræn hlýnun sé að mannavöldum þá veit ég að við verðum að hugsa okkar gang varðandi náttúruauðlindir og minnka hina hrikalegu neyslu sem á sér stað.
En að eyða peningum í að berjast gegn hnattrænni hlýnun af mannavöldum er í raun glæpur gegn mannkyni og ætti að rannska sem slíka, og í því dæmi er Al Gore í hlutverki Adolfs Hitler í að beina augum manna frá hinu raunverulega vandamáli sem er offjögun mannkyns að einhverjum ætluðum gróðurhúsaáhrifs vandamálum, en þetta er álíka og Hitler kenndi gyðingum um kreppuna í Þýskalandi sem í raun var vanhæfum stjórnmálamönnum að kenna, sem trúðu því að markaðurinn gæti lagað allt.
Það er eitt sem er vitað um loftslag á jörðinni og það er að það er alltaf að breytast venga nátturulegra áhrifa og þá sérstaklega vegna áhrifa sólar sem er jú sá orkugjafi sem skapað hefur beint alla þá orku sem við erum að nota á jörðinni fyrir utan jarðvarma, en hann má rekja til myndunar sólkerfisins, og svo auðvitað kjarnorku. Frekar litlar breytingar í geislun sólar geta haft mikil áhrif á hita á jörðinni. Það sem margir vísindamenn hafa gert er að ætla að hitinn í upphafi iðnbyltingar sé eitthvað norm og mest öll hlýnun síðan þá sé vegna athafna okkar mannanna og breytingar á sólinni hafi lítil eða engin áhrif, ef við horfum á málið frá skynsemi þá er orkulosun mannkyns aðeins brotabrot af þeirri orku sem lendir á jörðinni frá sólu þannig að með skynsemi má segja að sólin hefur meiri áhrif en við.
Varðandi gróðurhúsalofttegundir þá hefur enginn getað sýnt framá að þær virki í gufuhvolfi jarðar eins og haldið hefur verið fram og þær fáu tilraunir sem gerðar hafa verið benda til að svo sé ekki heldur hafi vatnsgufa og skýjamyndun þar yfirgnæfandi áhrif.
Og verðandi hlýnun Jarðar má benda á að Mars hefur verið að hlýna á sama hátt.
Hafna loftslagsbreytingum af mannavöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú veist það mætavel að Marsbúar eru djöfulsins sóðar og hafa verið spúa út eiturgufun í 150 ár eins og við höfum gert.
Ætli þú verðir ekki brenndur á báli fyrir þessa trúvillu, heiðingi.
svona án gríns. Þetta er alveg mjög góð grein.
Fannar frá Rifi, 16.12.2007 kl. 13:27
Skoða Venus. Lofthjúpur Venus er allt öðruvísi en Lofthjúpur Jarðar. Sólar ljós kemmst ekki inn fyrir loft hjúpinn til þess að hita Venus. Af þeim osökum falla gróðurhúsarök þín slembinn alveg um koll. Ásamt því að Eldvirkni þar er mun meiri. Á síðu 300 til 500 milljón árum hefur yfirborð Venus alveg endurnýjast. Það er. Öll plánetan var þakin glóandi hrauni.
En Slembinn ef ekki er hægt að mæla Mars þar sem þó eru gríðarlega nákvæm mæli tæki afhverju berðu þá fyrir þig Venus? kallast þetta ekki tvískynnungsháttur?
Fannar frá Rifi, 16.12.2007 kl. 14:10
Slembinn þú viðurkennir 20 - 30% sem bara bara gott fyrir þig hefði haldið að þú myndir segja undir 5%. Það er rétt að á Venus eru gróðurhúsaáhrif eins og á móður Jörð, ekki gleyma að við værum ekki hérna nema vegna gróðurhúsaáhrifa, á Venus er lofthjúpurinn 96% CO2 en á Jörðinni um 0,4% svo það er langur vegur frá þeirri hættu, varðandi hitamælingar á Mars og Jörð þá eru þær samanburðarhæfar síðustu 30 - 35 ár og hitnunin helst í hendur. Ég er alveg til í að viðurkenna að mannkyn er sóðar og við verðum að taka til eftir okkur og borgir valda hlýnun í kringum sig en gróðurhúsaáhrif og það einkum vegna CO2 aukningar úr 0,3% í 0,4%, nei það einfaldlega virkar ekki.
Varðand skýrslu IPCC um loftlagsbreytinar þá er rétt að benda á að undir lokin IPCC var orðinn klúbbur þar sem activistar réðu lögum og lofum, og skýrslan pólitísk yfirlýsing ekki vísindaleg.
En það er samt eftirtekarvert að enginn er tilbúinn að ræða aðalvandamálið sem er offjölgun mannkyns og hvernig við ætlum að koma okkur aftur niður í þá 2 til 3 milljarða sem Jörðin getur kannski borið með sæmilegu móti, ef við gerðum það þá myndi útblátur CO2 minnka sennilega um 50 - 70% en stjórnmálamenn, fjölmiðlar og almenningur er hræddir við þá umræðu og það kannski með réttu vegna hinna siðblindu öfgasinna sem er allsstaðar að finna sérstaklega í dag í "nátturuvernd".
Einar Þór Strand, 16.12.2007 kl. 14:49
Sorry Guðjón sýnir að maður á að fletta upp en ekki að treysta á heilann þó góður sé á stundum. Það er það sem mér finnst vera málið, það er öllu púðrinu eytt í þetta eina sem er kannski það sem skiptir einna minnstu máli en stóru málin eru ekki snert.
Einar Þór Strand, 16.12.2007 kl. 17:53
Nú bregður mér heldur betur í brún.... Eru Einar Strand og Fannar frá Rifi farnir að trúa tölvumódelum til að spá fyrir um loftlag eða veður!! (Eða trúa þeir þeim kannski bara þegar módelin sýna það sem þeir trúa fyrirfram...)
Hvað með rökin um að eina ástæðan fyrir því að að við hin trúum að gróðurhúsaáhrif eru, að þegar vísindamenn birta "heimsendapá" þá birtist það blöðunum en ekki þegar menn segja að allt sé í lagi.
Það hafa birst hundruðir eða þúsundir greina sem styðja kenningar um hlýnun vegna gróðurúsalofttegunda (vegna losunar okkar), og síðan tekst að fá eina birta í "peer-reviewed" vísindatímariti sem bendir til að mönnum hafi skjöplast þá hlaupa blöðin náttúrulega til og segja frá eins og stórfrétt sé að ræða. Það fyndna er náttúrulega að greinin er byggð á tölvumódelum og það hefur einmitt verið einn af föstu punktunum að við eigum ekki að trúa spám loftlagsvisindamanna að þvi að allt sé byggt á tölvumódelum (sem er raunar bara bull - það eru fjölmargar tegundir raka sem styðja spár og ályktanir sem birtast í skýrlsum IPCC).
Sem sagt, Einar og Fannar: Það er allt í lagi að byggja ályktanir okkar og spár um stöðu og þróun loftlagsins á tölvumódelum? Er það ekki ályktun ykkar eftir að hafa kynnt ykkur þessa grein?
Sem sagt, Einar og Fannar: Við skulum stökkva upp til handa og fóta í hvert sinn sem birtist grein um loftlagsmál .... (það eru tugir eða hundruðir greina á hverjum mánuði)
Eða getur kannski verið að loks þegar EIN GREIN birtist í sæmilegu "peer-reviewed vísindariti að ykkar skapi þá liggja sannanir fyrir en hinar hundrað greinarnar eru marklausar af því að þær falla ekki að fyrirfram gefnum skoðunum ykkar.
Ég skal vera fyrsti maður til að viðurkenna rangar ályktanir mínar ef að þessar niðurstöður sem hér birtast eru með sannfærandi hætti staðfestar í mörgum ólíkum vísindatilraunum og módelum. Ef að þið hafið einhvern skilning á vísindum þá verða "óvæntar niðurstöður" aldrei viðteknar fyrr en aðrir hafa staðfest þær og helst með margs kyns mismunandi aðferðafræðum. Þannig virka vísindin ...
Ef svo vill til að þessar niðurstöður sem hér birtast eru hraktar á komandi vikum og mánuðuðum þá reikna ég svo sannarlega með að þið munið lesa af gaumgæfni þær niðurstöður rétt eins og þessar og aðlaga skoðanir ykkar eftir þeim.
Magnús Karl Magnússon, 16.12.2007 kl. 21:55
Magnús. Gróðurhúsaofsóknin (kenninginn) og met bráðnun gaddjökla eins og Suður heimskautsins og Grænlands jökuls og allt að 20 metra hækkun á yfirborði sjávar ásamt hitnandi loftslagi er einmitt byggð á tölvulíkkönum. Lýttu þér nær maður áður en þú ferð að kasta grjóti úr glerhúsi.
Fannar frá Rifi, 16.12.2007 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.