24.1.2008 | 13:26
Ekki sama hver leikur leikinn
Það er skrítið að í pólitík er ekki sama hver gerir hvað, leikurinn sem leikinn var í borgarstjórn núna er sá sami og fyrir 100 dögum og var í raun fyrirsjáanlegur, en af því að hann er ekki leikinn af réttum hópi þá verða allir vitlausir. Það er svo annað mál að það má búast við svipuðu aftur í Reykvík eftir einhverntíma vegna þess hvað þetta er allt veikt. Og í raun eru bara tveir leikir í stöðunni til að koma á stöðugleika og það er sjálfstæðisflokkur og samfylking eða sjálfstæðisflokkur og VG en hvort það verður eða gengur það er svo annað mál. En eftir þetta þá er bara eitt að segja fulltrúalýðræðið er gengið sér til húðar og við verðum að finna annann flöt á lýðræðinu sem helst útilokar skipulagða flokka.
Og svo er rétt að minna á eitt að Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykjavíkur og það er nauðgun á lýðræðinu ef umræðan um hann og ákvörðun verður ekki á landsgrundvelli, eða á hátæknisjúkrahúsið að fara úr Reykjavík?, til dæmis til Akureyrar?
Ólafur kjörinn borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Merkilegt þetta hálmstrá sem menn fálma eftir í von um að geta varið siðferðislegt gjaldþrot sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er það margfrægt pólitískt gullfiskaminni sem veldur því að sumir virðast ekki lengur muna aðdraganda þess að meirihluti D og B lista slitnaði. Hann klúðraði risastóru hagsmunamáli allra borgarbúa og kallaði yfir sig almenna reiði og hneykslan í samfélaginu. Borgarfulltrúar D lista yfirgáfu og afneituðu borgarstjóra sínum og heimtuðu 180 gráðu beygju í miðjum straumnum þrátt fyrir að opinbert væri að borgarfulltrúi samstarfsflokksins væri því algerlega andvígur á þeim tíma. Ágreiningurinn var öllum ljós á borgarstjórnarfundi rétt áður en hið fyrirsjáanlega gerðist: Meirihlutinn sprakk. Nýr var myndaður til að forða ófremdarástandi.
Hvað á þessi aðdragandi sameiginlegt með nýafstöðnum stólakaupum sem aftur kalla fram reiði og hneykslan í samfélaginu?
Reykjavíkurflugvölur er vissulega ekki einkamál þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag hans og staðsetning á svæðinu út frá lífsgæðum, landnýtingu og þróun byggðar er það hins vegar 100%.
arnar (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:40
Þorbjörg
Málið er að það er ekkert annað í stöðunni það er ekki hægt að kjósa aftur í bæjarstjórn nema að til sameiningar komi. Þú segist vilja stjórnmál sem fara að vilja fólksins og það hefði verið D og S í Reykjavík eins og við höfum þau í dag, annað ráð væri að taka upp beint lýðræði þar sem fulltrúunum er sleppt og vald yfirstjórnar (lýðsins) til forsjárhyggju látið stefna á núll.
Arnar
Hver bjó til það klúður Björn Ingi fyrst og fremst en Villi tók fullan þátt og síðan annir hínir í borgarstjórn eins og hún lagði sig og þar er einginn undanskilinn, en í stað þess að losna úr málinu með því að útiloka Björn og Villa þá var meira mál að útiloka sjálfstæðisflokkinn en halda aðal bófanum.
Einar Þór Strand, 24.1.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.