Hvað með gjaldið á geisladiskana.

Ætla eigendur höfundarréttar þá að hætta að þyggja gjaldið sem tekið er af óskrifuðum geisladiskum?


mbl.is Fagna niðurstöðu dóms í DC++ máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Það eru bara sumir höfundarrétthafar sem fá þetta gjald og það er bara brot af verðmæti þess efnis sem er stolið.

Púkinn, 3.3.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

það getur svo sem alveg verið að það sé bara brot af því verðmæti sem er "stolið", en raunveruleikinn er sá að megnið ef þessum svokölluðu fórnarlömbum í þessu máli, þ.e. útgefendur og eigendur höfundarréttar, eru alls ekki að tapa svo miklu þar sem megnið af þeim sem hafa halað niður þeirra höfundarvarða efni hefðu aldrei farið að eyða krónu í það hvort sem er. Íslenskur tónlistariðnaður ætti að vera ánægður á meðan einhver hefur geð á að hlusta á þetta rusl sem er verið að gefa út. Ég þekki reyndar mörg tilfelli þess að fólk hafi náð í lag, líkað það og keypt diskinn og álíka tilfelli hef heyrt um með forrit. Aðalástæðan fyrir þessu væli er græðgi.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 3.3.2008 kl. 18:04

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Fengið að láni frá http://andridk.blog.is/

Vegið að frelsi netneytenda
Ég vona innilega að þessi skrif mín týnist ekki í því flóði sem er blog.is og einhver lesi þetta. Mér þykir það orðið skelfileg þróun í heiminum þegar stjórnvöld telja sig geta ritskoðað, ákveðið hvaða netnotkun telst eðlileg og skikkað netveitur til að fylgja þessu eftir.

Í heimi þar sem það þykir orðið daglegt brauð að hræðsluáráður sé notaður til að fá fólk til að skipta út frelsi fyrir falska öryggiskennd þá er kominn tími til að fólk taki sig til og segi, "nú er nóg komið!".



Fengið að láni frá ruv.is
Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, vonast til að rétthafar og netveitur komi sér saman um fyrirkomulag niðurhals hér á landi. Bresk stjórnvöld hyggjast loka fyrir aðgang þeirra sem stunda ólöglegt niðurhal af netinu.
Afhverju er verið að pressa á þessar aðgerðir núna?Verðsvæði dreifingaraðilla eru að bresta

Í fjölda ára hefur dreifingaraðillum tekist að skipta markaðnum upp á milli sín. Ég kalla þetta verðsamráð á stórum skala þar sem löndum og heimsálfum er skipt upp í svæði og svo ákveða þessi samtök verð til neytenda. Þannig geta þeir selt "Mission Impossible III" á 5000kr á Íslandi á meðan þú getur keypt sömu mynd á 500kr á Asíumarkaði.



Fólk er hætt að láta bjóða sér þetta og kaupir aflæsta DVD spilara og sækir sér þetta efni ókeypis á netinu, einfaldlega vegna þess að græðgi dreifingaraðillana og skortur á samkeppni gerir þetta að girnilegum kosti fyrir neytendur.



Þeir eru að missa stjórn á listamönnum:

Það er sífelt að færast í vökst að listamenn bjóði efni sitt sjálfir á þessum svokölluðu torrent síðum einfaldlega vegna þess að það er mun ódýrari kynning að gefa hluta af efninu og óska eftir styrkjum en að borga dreifingaraðillum fyrir auglýsingar og dreifingu.



Raunveruleikaþættir, grín og bráðlega annað afþreyingarefni er að færast yfir á netið (löglega, með auglýsingum) og þessir dreifingaraðillar sitja eftir með sárt ennið því þeir voru of seinir á markaðinn.



Þeir eru gráðugar "blóðsugur":

Staðreyndin er sú að hvorki kvikmyndaiðnaðurinn né tónlistariðnaðurinn hefur getað sýnt fram á raunverulegt tap af þessum jafningjaskiptum þar sem það er ennþá að færast í aukana að fólk kaupi sér mynddiska, fari í bíó og kaupi sér tónlist þrátt fyrir að þessi sami iðnaður sé í stórum stíl að lögsækja eigin viðskiptavini. Það getur hvert mannsbarn séð, að ekki er góð leið til að draga til sín viðskiptavini.



Óþarfir?

Fólk hlýtur að spyrja sig, afhverju þurfum við á þessum samtökum að halda? Þeir lögsækja eigin neytendur og raunverulegir framleiðendur þessa efnis fá lítið sem ekkert fyrir sinn snúð. Staðreyndin hlýtur að vera sú að almenningur, yfir höfuð ætlar sér ekki að "stela" þessu efni. Jafnvel þótt ég vildi kaupa mér allt það efni sem ég hefði annars aðgang að á netinu, þá get ég það ekki.



Ég get ekki haft samband við framleiðanda "Desperate Housewives" og keypt mér 5 seríur á netinu, náð í þær og byrjað að spila á innan við klukkutíma.

Þar komum við aftur inn á samninga sem búið er að gera við dreifingaraðilla. Af því ég er á Íslandi, eða í Danmörku má ég ekki hafa aðgang að því afþreyingarefni sem Bandaríkjamenn t.d. hafa aðgang að, því dreifingaraðillarnir vilja stjórna því hvað þú átt að borga.



Ef þetta væri einhver annar iðnaður, væri búið að stinga öllu þessu liði í fangelsi fyrir verðsamráð og glæpi gegn neytendum!

En í staðinn, þá aðstoða stjórnvöld þetta fólk við að brjóta en frekar á okkur. Tæknilegir punktar

Öll tækni sem ætlað er að hefta aðgengi er brotin upp

DRM (eða Digital Rights Management) er yfirleitt brotið upp vikum eftir að þetta er sett á markað. Verðsamráðskerfi DVD diska (Einnig þekkt sem Region Code) var brotið upp stuttu eftir að það kom út.

Hver borgar svo brúsann af þessum tilgangslausu tilraunum til að hefta aðgengi okkar að afþreyingarefni? Við!

Eftirlit á samskiptum er erfitt og kostnaðarsamt

Að fara í gegnum alla þessa umferð er gífurlega kostnaðarsamt fyrir netveitur og ef ríkisstjórnir fara að krefja netveitur til þessa skítverka, þá eiga netreikningar okkar eftir að hækka umtalsvert.

Hver borgar svo brúsann? Já, þú giskaðir á það.

Þetta heitir 'Internet'

Þetta er í eðli sínu opið, alþjóðlegt samskiptanet og á meðan afvegaleiddir stjórnmálamenn og eigendur dreifingarfyrirtækja virðast halda að þeir geti sett tappann aftur á flöskuna þá fæðast bara nýjir samskiptastaðlar sem gera þetta eftirlit erfiðara... og dýrara, fyrir okkur.

Sævar Einarsson, 3.3.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 672
  • Sl. sólarhring: 673
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 70504

Annað

  • Innlit í dag: 672
  • Innlit sl. viku: 689
  • Gestir í dag: 672
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband