21.4.2008 | 11:27
Er S&P óháðir eða kannski bara með markmið?
Íslenskir fjölmiðlar, stjórnmálamenn og hagfræðingar gleypa allt hrátt sem sagt erum Ísland af greiningardeildum erlendra fjármálafyrirtækja, en getur verið að þær séu jafnvel að vinna í samvinnu við vogunarsjóði sömu fyrirtækja að því markmiði að reyna að græða sem mest?
S&P segir Ísland veikast fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bankarnir hver um sig sem og ríkissjóður borga þessum fyrirtækjum fyrir greinar á sinni stöðu. Svo það væri nú alveg rosalegt ef þessi greiningar fyrirtæki væru að stuðla að ,,vinavinnu" fyrir vogunarsjóði.
Berglind, 21.4.2008 kl. 12:24
Má vera Berglind en spurningin er hvort það getir verið aðrir sem borgi betur fyrir aðrar niðurstöður. Málið er að það er engin óvinveitt skoðun á þessum greiningarfyrirtækjum.
Einar Þór Strand, 21.4.2008 kl. 16:28
Svokölluð "alþjóðleg matsfyrirtæki", þar á meðal S&P sæta nú mikilli gagnrýni fyrir að hafa stuðlað að lánsfjárkreppunni sem hófst haustið 2007 og stendur nú sem hæst, með því að gefa hinum svonefndu undirmálslánum á bandarískum húsnæðismarkaði hæstu einkunn (AAA) sem er algjörlega óskiljanlegt. Þannig var hinum alræmdu vogunarsjóðum gert kleift að versla með skuldabréfin eins og um fyrsta flokks fjárfestingar væri að ræða, og í raun selja þannig fjárfestum beinlínis köttinn í sekknum. Fjárfestarnir framvísuðu síðan margir þessum "traustu" fjárfestingum sem veði fyrir meiri lánum til enn áhættusamari fjárfestinga, og þannig staflaðist upp spilaborg sem hvíldi á veikum grunni. Þegar í ljós kom að fólkið sem tók undirmálslánin var einmitt undirmálsfólk sem lenti upp til hópa í vanskilum, þá hvarf traust manna á undirmálsbréfunum og þar með verðmæti þeirra. Fjárfestar sem lentu í vanskilunum voru þannig skyndilega orðnir veðsettir langt upp fyrir haus í þokkabót, og spilaborgin byrjaði að riða til falls! Hvort þetta var eitthvað markmið af hálfu S&P skal ósagt látið, en a.m.k. er ljóst að lánshæfismat þeirra er fjarri því að vera eins marktækt og hingað til hefur verið gefið í skyn. S&P er alls ekki óháð fyrirtæki heldur í eigu McGraw-Hill samsteypunnar, sem m.a. er umsvifamikil á sviði útgáfustarfsemi og miðlunar ýmisskonar, en bakgrunn þess og hugsanleg tengsl er ég ekki með á tæru því miður. Eins og önnur matsfyrirtæki er S&P í þeirri sérstæðu stöðu að leggja "hlutlaust" mat á lánshæfi sömu fyrirtækja og eru aðal viðskiptavinir þeirra, sem er auðvitað bara næsti bær við að meta sig sjálfur og kalla það svo hlutlaust! Einnig hlýtur að teljast einkennilegt að Bear Stearns bankinn sem fór á hausinn á dögunum vegna þessara atburða, skuli hafa boðið McGraw-Hill að halda kynningu fyrir fjárfesta á ráðstefnu sem BS hélt þann 11. mars sl. Fimm dögum seinna var svo Bear Stearns selt á nauðungaruppboði gegn ríkisábyrgð til að afstýra allsherjar hruni á fjármálamörkuðum. Ég ætla ekki að velta upp neinum samsæriskenningum, læt duga að segja að þetta lyktar allt saman af spillingu... Hversvegna er Bear Stearns ennþá að gera hátt undir höfði sömu aðilum og eru óbeint valdir að hrakförum þeirra? Ef ég væri Bear (eða Stearns!) þá myndi ég nú varla vera að hampa slíkum aðilum né heldur móðurfélagi þess. En kannski er þetta bara ofsóknarbrjálæði í mér, hver veit?
P.S. Sjálfur hefði ég svosem ekkert á móti því ef ég mætti tví- og þrí-veðsetja íbúðina mína svona eins og þarna var gert. Þá gæti maður kannski fengið nokkrar millur lánaðar á afar góðum kjörum, og farið svo að spila með þær í kauphöllinni eða lagt þær bara inn á reikning og stórgrætt á háum vöxtum sem hér virðast vera landlægir! En því miður standa slík fríðindi ekki okkur almúgamönnum til boða, aðeins svokallaðir "fagfjárfestar" fá heimild til að taka slíka áhættu með aleigu annara og setja svo allt á hausinn. Skammist ykkar sem misnotið slík forréttindi!
Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.