Hvað er að Árni?

Hvað er að því að veiða hval Árni?  Ekki er hann í útrýmingarhættu, hefur sennilega aldrei verið meira af honum.  Er það kannski helst vegna þess að þetta skaffar þér og þeim umhverfisverndarsamkökum sem þú ert í tekjur svo þið getið verið að leika ykkur í því sem ykkur þykir gaman án þess að taka neina ábyrð á einu né neinu?

Það er líklegt að ein helsta ástæða þess að ekki er hægt að byggja upp fiskistofna hér við land sé offjölgun hvala sem sporðrenna eihverjum milljónum tonna af sjávarfangi árlega.  Og í stað þess að við getum minnkað hungur í heiminum þá eyðum við púðri í að vernda stofna sem eru þegar orðnir of stórir eins og seli og hvali.  Þó ESB hafi samþykkt að vera á móti hvalveiðum og USA líka þá þýðir það ekki að það sé rétt ákvörðun heldur að "lobbyismi" umhvervisverndar samtaka hefur tekist, en eru þau að stunda umhverfisvernd eða umhverfishryðjuverk?  Svarið er sennilega það síðara því þeir eru að söðva eðlilega sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og það engöngu vegna eigin peningalegra hagsmuna.  Það væri gaman að einhver tæki sig til og rannsakaði hversu miklar mútur umhverfisvernar iðnaðurinn hefur greitt til stjórnmálamanna í ESB og USA.


mbl.is ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo réttsýnn að það er alveg frábært. Ég sá t.d hjá þér annars staðar að fyrir hvern hval sem við drepum, þá getum við veitt 100 tonn til viðbótar af þorski!

Ég meina, til hvers erum við að bíða!

Þú ert frábær! 

 Drepum hvali, hlustum ekki á aðrar þjóðir, Hafró hefur rétt fyrir sér!

jóhann (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Jóhann,

Ég er ekki réttsýnn eða frábær, en ég þori að segja það sem mér finnst um aðskiljanlegustu málefni og hef mína eigin skoðun hvort sem hún er inni eða úti, og ein af mínum skoðunum er að ein helsta umhverfisváin núna sé "umhverfisverndar"iðnaðurinn sem er rekinn á tilfinningum en ekki rökum.

Einar Þór Strand, 11.7.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband