22.3.2009 | 21:06
Gylfi Magnússon!!!
Hér sýnist mér að ætti að vera komið að leiðarlokum hjá okkar ágæta viðskiptaráðherra og hann ætti að sjá sóma sinn í að fara aftur að kenna því ekki er hann hæfur í að stjórna. Alla vega ekki í krísustjórnun og lámarka skaða. Það er líka stór spurning hvort ekki sé rétt að setja alla stjórnmálamenn í frí því það sem þeir eru búnir að keppast við að gera síðan í október að er að gera illt verra, eiginlega eru búnir að vera hérna Ólympíuleikar í að gera illt verra og metin hafa fallið hvert af öðru. Gullið er samt enn þá hjá stjórnmálamönnunum, silfrið hjá fjölmiðlunum og bronsið hjá hagfræðingum og öðrum sérfræðingum.
Tilfinningaríkur fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er ekki við stjórnvöld að sakast heldur "hyskið" sem stjórnað hefur SPRON síðustu ár. Held að það fólk hefði átt að hugsa betur um viðskiptavinina og starfsfólkið en minna um eigin hag
Ásta B (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:11
Athyglisvert komment frá Ástu B... það var semsagt ekki við stjórnvöld að sakast heldur einmitt við þá sem eru með græðgi búnir að knésetja þjóðina. Æjæj... og allir þessir pottar sem beygluðust á Austurvelli...!
Byltingarforinginn, 22.3.2009 kl. 21:20
Ég held að þú sért að misskilja hlutina. Spron var með óhagkvæman grunnrekstur síðustu misseri; fyrir utan Existuhlut sem gerði bara illt verra (át upp eigið fé fyrirtækisins).
Þetta er dæmi um vanhæfa stjórnendur sem voru réttilega látnir taka pokann sinn. Því miður eru undirmenn (almennir starfsmenn) fórnarlömb; flestir væntanlega látnir fara án þess að eiga það skilið.
Höfundur ókunnur, 22.3.2009 kl. 21:44
Ég er sammála þér Einar. Mér fannst eins og hann hafði gaman af þessu. Einnig fannst mér athyglisvert að hvorki Jóhanna né Steingrímur voru nálagt... Bera þau einga pólítíksa ábygrð eða voru þau upptekin að hugsa um heimili starfmanna SPRON....
Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:49
Daginn,
Ég vann hjá einum viðskiptabankanum þar til hann fór í þrot. Vil benda á nokkuð út frá minni reynslu.
Þáverandi viðskiptaráðherra sagði á fundi með okkur eftir að FME var búinn að taka yfir bankann að það yrði engar uppsagnir. Auðvita vissi ég að þetta var kjaftæði. Enda var hálfum bankanum var sagt á næstu dögum. Þetta hjálpaði ekki. Það er best að vera fullkomnlega heiðarlegur, segja hlutina beint út eins og þeir eru og sem fyrst. Annað skilur fólk bara eftir í óvissu.
mbk.
Magnús
Magnús (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.