24.6.2009 | 07:17
Efirlits og námskeiðsiðnaður.
Stundum furðar maður sig á því hversu stjórnvöld eru ginkeypt fyrir að auka eftirlits- og námskeiðsiðnað. Eins og í þessu tilfelli þar sem heyrst hefur að um verði að ræða námskeið sem taki allt að viku og kosti 70 - 100 þúsund krónur og ástæðan sem gefin er upp er að kynna nýungar í bifreiðum. Einhvernvegin held ég að þarna munum við fá dæmi um eggi sem muni vera að kenna hænunni. Og þetta er ekki eina dæmið um svona vitleysur og mega stjórnvöld verulega fara að hugsa sinn gang, kannski ætti að setja þingmenn á námskeið í auðmýkt svona einu sinni í mánuði og held ég að það verði til meira gagns en þetta þó svo að ég búist ekki við miklum árangri.
Þurfa að bíða í þrjú ár eftir réttindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samála þetta er bara peningaplokk,ég held að eina kenslan sem þingmenn fá er að segja hæstvirt og hæstvirtur og eru á launum við það.
Alfreð Friðgeirsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 07:56
ekki nóg með að þetta blessaða námskeið komi til með að kosta sjálfsagt ekki minna en 70 þús, þá er það ekki nema hluti af kostnaðinum.
menn þurfa að taka sér frí úr vinnu til þess að komast á þetta, og einnig jafvel ferðir og uppihald ef að þetta er ekki haldið í þeirra bygðarfélagi.
Árni Sigurður Pétursson, 24.6.2009 kl. 08:12
Báknið (ESB) hefur talað, og það ræður.
Og það verður alltaf að finna eitthvað nýtt til að láta fólk hafa fyrir stafni, ella gæti það farið að hugsa sjálfstætt. Ekkert bákn þolir það að sauðsvartur almúgurinn fari að hugsa sjálfstætt því það endar alltaf með ósköpunum fyrir þá sem því bákni stjórna.
(IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 08:14
Rétt eins og mörg fyrirtæki hafa borgað fyrir meiraprófsnámskeið fyrir starfsfólk sitt, þá munu eflaust einhver þeirra borga fyrir endurnýjun réttinda fyrir starfsfólk sem það vill halda í vinnu.
Um er að ræða faratæki sem geta verið stórhættuleg þegar eitthvað ber útaf. Og margir meiraprófsbílstjórar gera sér fulla grein fyrir þessu. En ekki allir.
Ég tók C1/D1 réttindin fyrir tveimur árum síðan, og á meðan námskeiðunum stóð ræddi ég við þónokkuð af atvinnubílstjórum, enda þekki ég nokkra. Eftir þessi samtöl þá er ég þeirrar skoðunar að mér finnst það bara flott mál að skikka þessa einstaklinga á námskeið á fimm ára fresti til að fá endurnýjun réttinda.
Það koma t.d. upp tilfelli öðru hvoru þar sem meiraprófsbílstjórar eyðileggja gírkassann í bílnum við annaðhvort af eftirfarandi tveim atriðum:
1. Bílstjórinn kúplar og lætur bílinn renna niður brekku (á töluverðum hraða) til þess að "spara" bensín.
2. Bílstjórinn kúplar og lætur bílinn renna niður (stærri) brekku til þess að ná meiri hraða en hraðatakmörkun bílsins leyfir. (Enda margir bílstjórar ósáttir við að bílarnir skuli vera útbúnir búnaði sem að takmarkar hámarkshraða bílsins.)
Skítt með gírkassann, og þó að það kosti rúmlega milljón að laga bílinn. Bíll í 'neutral' sem að rennur á 80-100km hraða niður brekku er bara að hluta til undir stjórn ökumannsins, og ef eitthvað ber útaf þá er töluvert erfiðara að bregðast við.
Það að einstaklingar sem vinna við að keyra margra-tonna farartæki skuli láta sér detta svona í hug, og sé tilbúið að stofna öðrum vegfarendum í hættu, er alveg nóg tilefni til að senda þá aftur á námskeið.
Þetta er bara eitt dæmi. Margir sem að ég ræddi við voru búnir að gleyma allskonar hlutum sem snúa að öryggi.
Sumir einstaklingar halda að þeir kunni allt og þurfi ekki að læra neitt meira eftir að hafa verið að "vinna við þetta" í einhver ár. Þetta viðhorf getur líka verið stórhættulegt. Og þessir einstaklingar þurfa mest á námskeiði að halda, til að þeir geti rifjað upp allt það helsta í kringum bílana og umferðina annað en hvernig á að halda utanum stýrið.
Eigandi rútunnar sem ég lærði á, sem var einnig kennari í skólanum (bóklega hlutanum) lagði mikla áherslu á að fylgja lögum, þó við værum ekki endilega sátt við sum þeirra, þá væru flest þeirra af einhverri góðri ástæðu.
Sami kennari setur aldrei upp "ökukennsla" skiltið í bílinn eins og á að gera, því honum finnst það truflandi og vill ekki að umferðin viti að viðkomandi farartæki sé í kennsluakstri.
Er það hans að dæma hvaða lögum á að fara eftir og hvað ekki? Þetta er nákvæmlega viðhorfið sem þarf að laga.
Einstaklingum sem hafa víðari réttindi, og bera meiri ábyrgð (þyngri/hættulegri ökutæki) á einnig að veita meira aðhald.
Svo ég ljúki þessu nú á einföldu dæmi:
Þegar einstaklingar taka meiraprófið, þá taka þeir nokkur bókleg próf. Þar af eitt sem er mjög svipað því og þeir sem eru að taka ökupróf í fyrsta sinn eru að taka. Skipt í A og B hluta. 15 spurningar í hvorum hluta.
Sá sem tekur ökupróf í fyrsta sinn má ekki fá fleiri en tvær(2) villur í A, og ekki fleiri en sjö(7) í heildina. (a+b).
A hlutinn snýr um umferðarlög og skilti, eitthvað sem allir eiga að vita.
Þegar ég tók bóklega þetta próf, þá kom í ljós að þeir sem taka meiraprófið mega vera með fjórar(4) villur í A hluta.
Einföld spurning: Afhverju eru minni kröfur gerðar til einstaklings sem á að vera kominn með reynslu og kunnáttu, og er að fara að keyra hættulegri ökutæki en einstaklings sem er að byrja að keyra og fær einungis réttindi á lítið ökutæki?
Þetta er ekki bara peningaplokk, flestir meiraprófsbílstjórar hefðu gott af því að vera sendir á svona námskeið.
Jónatan (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 10:56
Mörg námskeið eru góðragjalda verð og mín skoðun er að það eigi að hækka bílprófsaldurinn í það minnsta 18 ár og að meiraprófsaldur verði ekki undir 25 ára né heldur rútupróf. En þetta er eftir sem áður eitthvað sem við sem þjóð eigum að ákveða fyrir okkur en ekki birtast okkur sem eitthvert valdboð frá Bruzzel, sem síðan þarf svo að setja ómælda vinnu í að heimfæra upp á íslenskar aðstæður. það er einfaldlega of dýrt kerfi fyrir okkur.
(IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.