28.7.2009 | 16:20
Hér er verið að undirbúa hækkun orkuverðs til almennings.
Hvað er eðlileg arðsemi fjármagns? Ef við værum með lokað hagkerfi þá má í raun enginn hafa hagnað þannig að kannski eru íslensku orkufyrirtækin góð fyrirmynd en ekki slæm. En það sem ég óttast er að með þessari skýrslu sé verið að undirbúa jarðveginn undir verulega hækkun á orku til almennings eða á bilinu 200 til 500%.
Lítil arðsemi af orkuvinnslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverjum er það góð fyrirmynd að hafa engan hagnað? Auðvitað eiga orkufyrirtækin að haga sínum rekstri þannig að hann gefi hagnað. Íslensku orkufyrirtækin til langs tíma verið notuð af stjórnmálamönnum sem snudda handa landsbyggðinni og vertakafyrirtækjum þar sem ráðist er í fokdýr orkuver án nokkurs tillits til arðsemisjónarmiða og með mikilli skuldsetningu. Síðan er orkan seld á tombóluprís til stóriðju. Það væri vonandi að þessi skýrsla yrði til að endurskoða þá orkustefnu sem hefur ríkt hér síðustu 30 ár. Kannski þýðir þetta hækkun til stóriðjunnar og lækkun til almennings.
Lárus Vilhjálmsson, 28.7.2009 kl. 19:55
Lárus ein spurning. Í lokuðu hagkerfi segjum 100 manns þar sem allir vinna hjá eða skaffa einum atvinnurekanda hráefni, hvað má sá atvinnurekandi hafa mikinn hagnað (taka mikið út úr hagkerfinu)?
Einar Þór Strand, 29.7.2009 kl. 08:16
Ansi er ég hræddur um að þetta sé rétt hjá þér að hér sé verið að undirbúa eina skattahækunina enn af hálfu stjórnvalda.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.7.2009 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.