Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Laga fréttina í heild sinni.

 hvernig væri t.d.

"Chevrolet Volt er hlaðinn rafmagni sem framleitt er mestmegnis með kola og olíurafstöðvum. Þegar lagt er af stað er hægt að keyra 64km á hleðslunni en eftir það tekur við bensínmótor sem kemst einungis um 30 km á lítran, sem er afar lélegt miðað við bestu dísilbíla nútímans.

Ein hugsanleg skýring þessarar miklu bensíneyðslu er sú að hluti orkunnar er nýttur í að endurhlaða batteríin fyrir rafmótora, auk þess að batterí og rafmótorar auka þyngd bílsins verulega.

Skipta þarf um allar rafhlöður bílsins á um 5-7 ára fresti og fara þær gömlu þá á haugana og bæta við eiturefnaflóruna."

    Eða teldist þessi frétt of raunsæ?

Ari Kolbeinsson, 11.8.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Einar Jón

Ari - lestu betur.

Í fréttinni er sagt að bíllinn fari 230 mílur á gallon, sem eru 98km/l. Ef fyrstu 40 mílurnar eru dregnar frá kemst hann 190 mílur á gallon, eða 81km/l sem er bara ansi gott miðað við bestu dísilbíla nútímans.

Er það ekki bara ágætis nýting?

Einar Jón, 12.8.2009 kl. 04:52

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er rétt að ekki er allt gull sem glóir en fyrirsögnin eins og hún var sýnir best hvað íslensk blaðamennska er léleg "kemst 98 lítra á 1 liter af besnsíni"

Einar Þór Strand, 12.8.2009 kl. 06:51

4 Smámynd: Magnús Björnsson

Ari

Þó skipt sé um rafhlöðurnar á 5-7 ára fresti þá fara þær ekki á haugana heldur í endurvinnsluna. Lithium er of vermætt til þess að henda því, sérstaklega í svona miklu magni eins og hlýtur að vera í rafhlöðunum.

En reynist þetta rétt með hvað hægt er að keyra bílinn hlýtur þetta að verða til þess að kostnaður við rafhlöðuskipti verði vel viðráðanlegur miðað við bensínsparnað.

Magnús Björnsson, 12.8.2009 kl. 09:01

5 identicon

Það er svo sannarlega ekki allt gull sem glóir í þessu. Aðferðin sem GM notar til að reikna út þennan 98km/l stuðul er frekar spes. Hið sanna er að bíllinn kemst 64 km á hleðslu og eftir það skiptir hann yfir á svokallað hleðslustig sem eyðir 4.7 l/100km af bensíni. Þannig að ef þú keyrir minna en 64 km á dag kemstu óendanlega langt á bensínlítranum samkvæmt útreikningsaðferð GM. Ef þú keyrir t.d 75 km á dag ferðu fyrstu 64 km á rafgeyminum en svo 11 km á hleðslustiginu og eyðir þá ca 0.5 lítrum af bensíni á dag. Á tveim dögum myndirðu því fara 150 km og eyða einum líter af bensín, miðað við þú hlaðir geyminn yfir nótt. Miðað við það kemst bíllinn 150 km á lítranum. Ef þú keyrir minna á dag hækkar þessi tala svo. Þessi stuðull 98km/l segir því alls ekki alla söguna. T.d ef þú keyrir allan daginn innanbæjar kemstu 85km á fyrsta lítranum en ert bara kominn uppí 106km þegar annar líter er farinn. Réttara væri að segja að bíllinn kæmist 64 km á hleðslu en eyddi eftir það 4.7 l/100km. Það segir alla söguna.

Egill Axfjörð (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband