Þingmenn það verður munað hverjir hneppa okkur í fjötra.

Og það verður hægt að refsa ykkur þó síðar verði og mun þar ekki duga að bera fyrir sig flokksaga og þetta hafi litið vel út.  Þið berið ábyrðina sem einstaklingar og verðið þá dæmdir sem slíkir.

Það er annað sem er líka furðulegt hvað margir Samfylkingar bloggarar eru algjörlega blindir á að styðja sína menn og nota ekki neina gagnrýna hugsun á sinn eigin flokk, einnig virðist sem spilling í manna ráðningum á vegum hins opinbera hafi aldrei risið hærra en núna og um það þegja fjölmiðlar sem fastast. 

Í þriðjalagi þá virðist vera mikið þöggun í gangi um Baug og syndir þess fyrirtækis, er það kannski að boði forustu SF?

Í fjórðalagi ef Kolbrún Halldórsdóttir verður ráðin Þjóðleikhússtjóri þá er um hreina pólitíska ráðningu að ræða og hún ætti að huga um hvað verður þegar flokkurinn hennar hverfur úr ríkisstjórn, því þá er eðlilegt að menn hætti að heiðra 5 árin þegar þetta er svona augljóst.

Reyndar held ég að það hafi aldrei verið eins mikil spilling í gangi á Íslandi og einmitt núna og spurning hvort ekki verði að beita afturvirkum lögum til að geta haft refsingar nógu harðar þegar  búið verður að koma þessu liði frá og þá á ég við fjórflokkunum + Borgarahreyfingunni, það er rétt að benda á að eftir stríðið var bæði í Noregi og Danmörku beitt afturvirkum lögum til að þyngja refsingar við landráðum.


mbl.is Ekki breið samstaða um fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smg

Sammála, það þarf að uppræta spillinguna hvar í flokki sem hún er. Hún virðist hafa grafið um sig í starfsaðferðum og hugsanahætti Íslenskra stjórnmálamanna.

smg, 16.8.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband