27.11.2009 | 23:40
Hvað varð um kærleikann.
Ég skil ekki hvers vegna maður sem er samkynhneigður má ekki syngja á þessum tónleikum. Og ég skil enn síður hvers vegna samkynhneigðir ætla að kyssast á þessum tónleikum. Það má segja að hvor tveggja sé jafn heimskulegt og jafn lagt frá kærleikanum, ekki sést það á manninum hver kynhneigð hans er og það er líka óþarfi að vera troða sinni kynhneigð uppá aðra sem ekki hafa sömu skoðun. Hvers vegna vilja samkynhneigðir nota kossinn sem oftast er tákn kærleikans til að ögra þeim sem ekki hafa umburðarlyndi gagnvart þeim. Þannig að þarna vantar umburðarlyndi hjá báðum aðilum.
Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
einarstrand
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó að koss sé tákn kærleika (oftast) þá er það að fara í sleik ekki alveg það sama, þar eru aðrar ágætar tilfinningar með í spilinu, er það ekki?
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 28.11.2009 kl. 00:08
Jú Jú og það sem ég er að segja að það á ekki að ögra þó svo manni finnist maður hafa rétt fyrir sér það hafa allir rétt á skoðunum og það er ekki réttlætanlegt að neyða einhverju uppá fólk og það á þeirra eigin samkomustað, það getur endað með ósköpum.
Mér finnst stundum eins og þeir sem telja sig vera pólitískt rétt hugsandi "menntamenn" telja sig hafa rétt til að troða á skoðunum og gildum annarra vegna þess að þeir vita "best"
Einar Þór Strand, 28.11.2009 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.