Leggjum Samkeppniseftirlitið niður

Samkeppniseftirlitið er alltaf að senda frá sér úrskurði sem valda því að reikningar heimilanna hækka, þannig að það er sennilega best að leggja það niður.
mbl.is Gert að greiða 150 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já einmitt, og leyfum þá bara einum aðila að sanka að sér alla þjónustustarfsemi í landinu og getur þá rukkað nákvæmlega það sem honum sýnist. Frábær hugmynd, meira af þessu.

Arngrímur (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 15:56

2 identicon

Viltu skýra mál þitt aðeins fyrir okkur, sem skiljum þetta á hinn veginn?

Jens Pétur Jensen (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er ekki erfitt að skýra málið, þannig er að íslenskur markaður ber í raun enga samkeppni heldur aðeins fákeppni þannig að gamla verðlagseftirlitið er sennilega skárra en þetta kerfi þar sem kerfið krefst hækkunar á töxtum til þess að koma á "samkeppni" sem engin verður í raun.

Einar Þór Strand, 18.12.2009 kl. 18:06

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Veist þú Einar, hvaða fyrirtæki TSC er???

Það er rekið á norðanverðu Snæfellsnesi ef þú vissir það ekki...

Skoðaðu hvað það fyrirtæki hefur í boði fyrir þig og það er örugglega betri þjónusta en síminn er að bjóða í netþjónustu...

Ég hafði mjög góða reynslu af viðskiptum mínum við þetta fyrirtæki þegar ég bjó á Grundarfirði. Svo vildi ég ólmur fá þetta litla fyrirtæki til að bjóða svona þjónustu hér á Suðurnesjum þar sem ég feginn færi beint í viðskipti við þá...

Vil ekki sjá símann eða neitt honum tengt inná mitt heimili. Feginn að Magnús (TSC) hafi unnið þetta mál.

Með kveðju frá Kef...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 18.12.2009 kl. 18:07

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Ólafur veit allt um það en það breytir ekki hvað um er að ræða hérna er ekki að horfa á menn heldur staðreyndir.

Einar Þór Strand, 18.12.2009 kl. 19:05

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Staðreyndin er reyndar sú að ef samkeppniseftirlit væri ekkert, hvað þá???

það væri búið að drepa þau fyrirtæki sem væru að reyna að þjóna manni betur enn t.d. Síminn gerir...

Það er ekki gott ef það gerist.

 Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 18.12.2009 kl. 19:24

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Staðreyndin er sú að ég nenni ekki að borga meira fyrir verri þjónustu og það er það sem hefur gerst á fjarskiptamarkaði eftir að hann var samkeppnisvæddur og má segja að samkeppniseftirlitið hafi þar gengið fram fyrir skjöldu í að níðast á neytendum í þágu hugmyndarinnar markaður.  Ef við skoðum fjarskipta markaðinn þá er það þannig að svo kallað lúkningargjald er mjög mismunandi og veldur því það viðskiptavinir stærri fjarskiptafyrirtækja þurfa að niðurgreiða fjarskipti fyrir viðskiptavini minni fyrirtækjanna, og ég spyr hvar er sanngirnin í því.  Og ég spyr líka átti Síminn að rukka fyrir skjáinn sem var í frírri dreifingu á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma eða að dreifa honum ekki bara svo að aðrir gætu rukkað fyrir dreifinguna? 

Einar Þór Strand, 18.12.2009 kl. 19:56

8 identicon

Ólafur, það er eitt lítið fyrirtæki í Reykjanesbæ sem bíður uppá mjög góða ADSL þjónustu og fleira í þeim dúr, kíktu á Netsamskipti.is. Það sem Síminn er að gera hér er ekkert annað en að skekkja samkeppnisaðstöðu lítilla fyrirtækja á netmarkaði. Þeir geta vel leyft sjónvarpsstraumi að flæða í gegnum netbúnað TSC ef þeir kærðu sig um það, það vilja þeir ekki því þeir vilja sanka að sér eins mörgum ADSL kúnnum og mögulegt er.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 12:22

9 identicon

Sektir samkeppniseftirlitsins hækka bara reikninga heimilanna.

Lögreglan sektar atvinnubílstjóra og verðlag hækkar.

Skattstjóri sektar fyrirtæki fyrir undanskot á vaski og öðrum sköttum og vörur og þjónusta hækkar.

Útgjöld vegna lögbundinnar skoðunar ökutækja er ekkert annað en kostnaðarauki sem fer beint út í verðlagið.

Hvers vegna ættu áskrifendur sjónvarps símans að geta horft á stöð 2? Ætti það ekki að vera þannig að ef þú vilt horfa á stöð 2 þá ert þú með síma og net hjá Vodafone. Og ef þú vilt horfa á skjá 1 þá ertu hjá símanum? Nova og Tal geta svo sameinast um Omega. Og auðvitað á eingöngu að vera hægt að hringja í símanúmer hjá sama fyrirtæki. 

Þegar farsímanotandi hringir í farsímanotanda sem er í áskrift hjá öðru fjarskiptafyrirtæki greiðir fyrirtækið lúkningargjald (kostnaðarverð þjónustunnar), engin niðurgreiðsla, engin kostnaðarauki og ekki skaðlegt samkeppni. Bönnum það, hættum samkeppni og látum alla fá aftur gömlu skífusímana og innhringimodem. Það ætti ekki að íþyngja heimilum landsins því það kostaði svipað fyrir samkeppni og heimilissími, 3 GSM og gott ADSL núna.

sigkja (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 70701

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband