Lélegir fjölmiðlamenn.

Það er ekki einleikið hversu fjölmiðlamenn vinna fréttir illa. Í þessari frétt hnýt ég um 22 mm vélbyssuna; í fyrsta lagi er byssa 20 mm og yfir talin fallbyssa, og í öðrulagi þá á Bandaríska strandgæslan ekki vopn sem er 22 mm, þetta gæti verið 12,7 mm Browning M2 eða 20 mm Orkleon eða 25 mm MK 38 / M242  eða 40 mm Bofors eða 57 mm Bofors jafnvel 76 mm OTO Melara.

Þetta segir bara eitt ef ekkert er að marka það sem má með auðveldum hætti finna á wikipedia hvað þá með hitt.


mbl.is Japönsku draugaskipi sökkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Óskar Jónsson

Sæll Einar, konan sem les inn á myndbandið frá Reuters sem er með fréttinni segir greinilega "25 mm machine gun". Það er þó alls ekki þar með sagt að hún hafi mikið meira vit á vopnum heldur en fréttamenn mbl.is. Ég hef þó rekið mig á það í gegnum árin að það heyrir til undantekninga ef tölur eru rétt þýddar úr erlendum fréttum eða í skjátexta í sjónvarpi.

Sigurður Óskar Jónsson, 6.4.2012 kl. 13:21

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Þetta er sennilega Bushmater 25mm Auto cannon eða sjálfvirk fallbyssa

Einar Þór Strand, 6.4.2012 kl. 13:32

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jú, sennilega 12,7mm, en hugsanlegt að þessi fáfróði blaðamaður hefi viljað sagt að skipið sem sökt var er 200 feta á lengd. En ef skoðuð eru skotgötin á bakborðshlið þá er þarna á ferð aðins stærra vopn, eða 150mm haubits, en það hafa strákarnir ekki um borð á strandgæsluskipninu svo það er annað stóra herskipið sem hefur skotið á togarann. Það eru þarna 5-6 skip.

Eyjólfur Jónsson, 6.4.2012 kl. 16:02

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er þá 127 mm því stærra hafa þeir ekki á floti i Bandaríska flotanum.

Einar Þór Strand, 7.4.2012 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband