Þá er hitt þjófagengið að kasta grímunni.

Seðlabankastjórinn er með meira en nógu há laun og þarf ekki 400.000 í viðbót, en græðgin kallar á meira.  Það má ekki heldur gleyma því að hann er hagfræðingur og sú stétt á meiri sök en aðrir á hruninu einkum vegna þess að þeir bjuggu til kerfið sem gerði ránið kleift.  Það er augljóst að Samspillingin og Vinstri Gráðugir eru ekkert skárri en Sjálftökuflokkurinn og Framsóknarþjófarnir.
mbl.is Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má ekki bara hugsa "passíft"

Þegar upp kemur vá þá eru allir boðnir og búnir til að hjálpa og allir reyna að gera sitt besta til að enginn gleymist.  En það má ekki verða til þess að við bíðum "passíf" eftir að við fáum hjálpina ef við þurfum á henni að halda. Ef hjálpin kemur ekki þá verður maður að bera sig eftir henni því það sýnir að annað hvort hefur maður gleymst í látunum eða að viðbragðsaðilar geta ekki hjálpað öllum í einu og meta ástandið þannig, kannski ranglega, að svæði sem maður er á megi bíða og þá kannski vegna skorts á upplýsingum.

Þegar vá er uppi látum vita af okkur ekki bara bíða.


mbl.is „Presturinn sá eini sem mundi eftir okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forusta ferðaþjónustunar kilikk?

Það er líklegra en ekki að þó dregið hafi úr bókunum í bili þá muni orð forseta hafa þveröfug áhrif þegar við horfum til næstu mánaða og ára og draga hingað fleiri ferðamenn og sennilega "betri" ferðamenn, það er að segja þá sem eyða meiru í ferðalagið, kaupa meiri þjónustu.

En það er oft þannig með forustumenn hér á landi og fjölmiðlamenn eða þeir sjá bara næstu daga en ekki heildarmyndina og kannski má líka benda á að það er ekki gosið sjálft sem er vandamálið heldur ofurvarkárni flugmálayfirvalda, sem í sjálfu sér er góð, en að eftir tvær vikur sé enn verið að nota tölvulíkön án beinna mælinga til að loka fyrir flug er ekki hægt að kalla góð vinnubrögð.


mbl.is Forsetinn sniðgekk tilmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er búinn að láta matsfyrirtækin í ruslflokk.

Ég er löngu búinn að láta þessi fyrirtæki í ruslflokk og ræðst það af því hversu lengi þau mátu íslensku bankana hátt og yfirleitt á því hversu lítið er að marka þau.
mbl.is Skuldabréf Grikklands í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er lýsing sem ég stal frá Ægi vini mínum og staðfærði smá.

Þetta eru íslensk stjórnmál í hnotskurn.

 Þetta er sjálfvirkur símsvari hjá uppstillingarnefnd.

Viljir þú vinna fyrir Framsóknarflokkinn ýttu á 1.
Viljir þú vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn ýttu á 2.
Viljir þú vinna fyrir Samfylkinguna ýttu á 3.
Viljir þú vinna fyrir Vinstrihreyfinguna græntframboð ýttu á 4.
Viljir þú vinna fyrir Frjálslindaflokkinn ýttu á 5.
Viljir þú vinna fyrir Hreyfninguna ýttu á 6.

Viljir þú vinna fyrir þjóðina þá hefur þú fengið vitlaust númer.


mbl.is Friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru þá bæði Bubbi og Bubbi kóngur! Eða var það Bill?

Sökudólgarnir hérna heima eru þá bæði Bubbi og Bubbi kóngur og aðrir þá sennilega alsaklausir englar.

En ég ætla að koma með nýjan sökudólg og það er Bill Gates fyrir að hafa búið til Excel sem gerði öllum sérfræðingunum svo auðvelt að reikna sig í gróða án þess að eiga eða eignast einn einasta raunverulegan eyri.


mbl.is David Bowie kennt um kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er málið

Þegar þessar reglur voru fyrst settar var talað um sjáanlegan gosmökk og þegar þær voru endurskoðaðar um 1990 voru menn hræddastir við að þetta myndi ganga of langt og menn myndu fara að vinna ofur varlega og nota tölvuspár eingöngu.
mbl.is Þýsk flugfélög gagnrýna flugbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta grunaði mig

Þegar var verið að ræða þessa hættu fyrst þá snérist málið um að það mætti ekki fljúga inn í sjáanlegan gosmökk en vandamálið var þá að þó hægt væri að sjá mökkinn á daginn með berum augum þá sást hann illa á veðurratsjá og því var hættan mest á nóttinni.  En síðan hafa menn eitthvað farið að verða ofurvarkárir og viðbrögðin komin útfyrir alla skynsemi.
mbl.is Flugumferð áfram bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta helsta áhyggjumál umhverfisstofnuar?

Ef svo er þá skulum við bara leggja hana niður og nóg er skattpíningin samt, en finnst ég er farinn að tala um skattpíningu er þá ekki rétt að henda jarðfræðingum í fármálaráðuneytinu ofan í gíginn svona finnst kölski er að kalla á hann.
mbl.is Lögregla rannsaki akstur Top Gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband