Þetta grunaði mig

Þegar var verið að ræða þessa hættu fyrst þá snérist málið um að það mætti ekki fljúga inn í sjáanlegan gosmökk en vandamálið var þá að þó hægt væri að sjá mökkinn á daginn með berum augum þá sást hann illa á veðurratsjá og því var hættan mest á nóttinni.  En síðan hafa menn eitthvað farið að verða ofurvarkárir og viðbrögðin komin útfyrir alla skynsemi.
mbl.is Flugumferð áfram bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Better be safe than sorry  ;)

Garðar Valur Hallfreðsson, 18.4.2010 kl. 07:43

2 identicon

Þegar þetta slys gerðist í Indonesíu þá flaug flugvélin í gegnum mökkinn, beint fyrir ofan eldfjallið. Ekki í 10,000km fjarlægð frá honum

Ragnar (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 08:01

3 identicon

Engu að síður þá voru tvær finnskar herþotur við æfingar yfir Norður-Finnlandi á fimmtudaginn. Askan skemmdi hreyfla þeirra. Það er því ekki að ástæðulausu sem það er verið að loka flugvöllum víðsvegar um Evrópu.

Sigrún (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 08:25

4 Smámynd: Rebekka

Það er langtum dýrara fyrir flugfyrirtækin ef slys verður vegna öskunnar þannig að það er vel skiljanlegt að þau fari mjög varlega.  Ég vona þó að flugvélarnar geti farið í loftið fljótlega...

Rebekka, 18.4.2010 kl. 08:51

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Fyrst að þig grunaði þetta og það er á öllu að sjá að þú hafir haft rétt fyrir þér þá vil ég bara biðja þig lengstra orða um að sækja um embætti flugrekstrarfræðings Evrópu, þar sem þú virðist hafa þetta á hreinu. Ég er viss um að þeir tugþúsindir flugfarþega sem að eru strandaglópar um alla Evrópu muni fagna þér sem hetju.

Fyrst að ég er búinn að koma kaldhæðninni frá á annað borð þá vil ég benda á að þessar reglur eru settar út af ráðleggingum flugmanna. Eins og Garðar bendir á hér að ofan á er reglan "better safe than sorry." Mér finnst hún vera í fullu gildi. Ég persónulega (ég flýg á milli 10-16.000 mílur á mánuði) vil frekar vera fastur á flugvelli en í flugvél þar sem að fjandinn er laus.

Gallinn er ekki milli sjón- og blindflugs. Þó að menn séu í glamrandi fínu sjónflugi þá eru kornin svo smá (og endurvarp er ekki nóg til að ský myndist) að menn verða þess hreinlega ekki varir þegar þeir fljúga inn í mengunarskýin. Flug BA9 sem að oftast er vitnað til flaug í gegnum öskuský sem að ekki kom fram á ratsjám vegna þess að þetta var þurr aska (sbr Eyjafjallajökull) og kom þess vegna ekki fram á ratsjám sem að voru hannaðar til þess að meta raka í háloftunum. 90% af ratsjám eru ennþá þannig uppbyggðar.

Á meðan að lönd eru ekki betur undirbúin en þau eru (það kostar nefnilega pening að vera undirbúinn) þá má búast við svona truflunum.

Heimir Tómasson, 18.4.2010 kl. 08:59

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Heimir ætla ekki að fara nánar út í það en ég veit meira um þetta en ég vil ræða, og ég fullyrði að það er verið að mistúlka þær reglur sem settar voru eftir slysin í Indónesíu 1982.

Sigrún það er ekki það sem finnski flugherinn sagði en það var að fundist hefðu ösku agnir í hreyflunum en engar skemmdir.

Einar Þór Strand, 18.4.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 70562

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband