Færsluflokkur: Dægurmál

Bíðum við hverju á það að bjarga?

Þetta er eitt það vitlausasta sem ég hef heyrt því þetta myndi ekki lækka mánaðarlega afborganir neitt að ráði eða max um 8% mun nær væri að fella niður verðbæturnar eða enn frekar að lækka vextina niður í ca 1 - 2%


mbl.is Vilja að lánstími verði tvöfaldaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinuðu Þjóðirnar eru búnar að vera.

Það er augljóst að Sameinuðu Þjóðirnar eru búnar að vera og munu líða undir lók eins og þjóðabandalagið á sínum tíma.  Það er rétt að minna á að þetta er sama nefndin og sagði að kvótakerfið væri mannréttindabrot.

 


mbl.is Hrósað fyrir dauðarefsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þau ekki frekar skortur á sjálfsgagnrýni?

Ég vill líkja ástandinu hérna við ástandið í fjölskildu með fjögur börn allir með farsíma. Einn mánuðinn þá kemur símreikningur uppá milljón allir með 100.000 nema eitt barnið er með 500.000, símunum er lokað því ekki er hægt að borga, og börnin skamma mömmu og pabba og sérstaklega pabba fyrir að hafa ekki haft eftirlit með því hvað var miklu eytt.

Við eyddum um efni fram sem þjóð, sumir mikið aðrir minna, og fáeinir jafnvel ekki neitt, við viljum draga einhverja til ábyrðar og þá auðvitað þá sem mest bar á í eyðslunni og auðvitað líka ríkisstjórn og Alþingi,  og látum sjálfskipaða dómara og fjölmiðla draga okkur á asnaeyrunum í því.

Og hvers vegna segi ég draga okkur á asnaeyrunum, jú þeir sem eru að stjórna þessu núna tóku margir þátt í því ásamt fjölmiðlum að dásama útrásina og koma í veg fyrir að hægt væri að fylgjast með hvað væri verið að gera með því til dæmis að mótmæla lögum um fjölmiðla.

Við ættum að líta okkur nær og spyrja, ef Alþingi er óhæft núna erum við þá ekki líka óhæf til að kjósa því við berum öll einhverja ábyrð.


mbl.is Rof milli þings og þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liggur vandinn kannski í heilsuhagfræðinni.

Liggur vandinn kannski einmitt í því að við erum ekki að reka samfélag á samfélagslegum nótum heldur á nótum fyrirtækis sem reiknar allt í peningum en ekki í umhyggju og bættri líðan.

Heilsuhagfræði og heilsuverkfræði eru efalaust ágætar greinar til að búa til störf í háskólum við kennslu en það er ekki eins víst að þær skili betra heilbrigðiskerfi og reyndar nokkuð víst að þær gera það ekki því það er svo miklu auðveldara að reikna það út langt frá kerfinu hvað hægt er að gera til að spara heldur ef maður sér kúnnana sem mörgum hverju líður illa.

Ásta spörum í heilbrigðiskerfinu með því að reka hagfræðingana í ráðuneytinu og millistjórnendurnar á heilbrigðisstofnununum en höldum þjónustunni óbreyttri, já og hættum að borga strafmannaleigum fyrir fólkið ráðum það beint.


mbl.is Tímaspursmál hvenær starfsemi á St. Jósefs yrði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Vilhjálmur trúverðugur í þessu?

Eru hagsmunir Vilhjálms ekki of tengdir því að gömlu bankarnir fái sitt útúr þessum gjaldeysrisskiptasamningum til að hann geti talist trúverðugur í þessu tilfelli?
mbl.is Vilhjálmur: Ekki rétt að kenna bönkunum um allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að verða að hjá Mogga

Þetta hefur verið kallað embættistaka á íslensku hingað til en ekki vígsla. 
mbl.is Styttist í embættistöku Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að verðlauna hugmyndafræðingana.

Á að verðlauna hugmyndafræðingana (háskólana) fyrir fyrir hrunið?  Það er staðreynd að það voru háskólarnir sem kenndu þeim sem stóðu að útrásinni fræðin sem notuð voru og allavega rétt að skipta um þá sem eru að kenna þar í dag í viðskipta og hagfræði deildum. 
mbl.is Framlög til HÍ hækki um 130 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættu kannski frekar að byðjast afsökunar.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga ætti kannski frekar að biðjast afsökunar á framferði séttanna og þegja svo frekar en að koma fram sem einhver bjargvættur.

Mér finnst þetta í raun hámark hræsninar þó vissu lega hafi ekki allir félagsmenn komið að bullinu.


Að dýpka kreppuna.

Það er eitt sem ríkið má ekki gera í kreppuástandi og það er að gera illt verra með uppsögnum.  Það má kannski eitthvað skoða þá sem eru á hæðstu laununum en að segja upp fólki og auka þar með atvinnuleysi er í raun hagfræðileg heimska.
mbl.is Hvar liggja endimörk hagræðingar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er vitlausara?

Hvort er vitlausara maður sem er rasisti eða embætti sem rannsakar hvort það hafi verið saknæmt að segjast vera rasisti?

Svo ég svari sjálfum mér þá er hvor tveggja jafn aumkunarvert, en að sá sem stýrir embættinu skuli elta ólar við svona kjánaskap er hreint og beint grátlegt.


mbl.is Útvarpsviðtal til skoðunar hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband