Hroki íslenskra stórnmála.

Það sem er að í íslenskum stjórnmálum er hroki, hroki sem eykst verulega þegar fólk hefur fengið kosningu til einhvers embættis.

Sóley segist ætla í meiðyrðamál vegna þeirra ummæla sem fallið hafa um hana í netheimum, gott og vel en hún er kannski búin að gleyma því að hún hefur kallað alla karlmenn ofbeldismenn og að allur vandi sé kynjaður og körlum að kenna.  Það er kannski rétt að karlmenn höfði fjöldameiðyrðamál á hendur henni? 

Það er þannig Sóley að þegar einhver eys auri yfir fólk og sérstaklega hóp af fólki þá kemur það yfirleitt marfalt til baka.  Það er einnig þannig að það hafa fleiri rétt á að hafa skoðanir og láta þær í ljósi en Vinstri Grænir, og er það kallað tjáningarfrelsi, en stundum finnst mér eins og meðlimir VG líti svo á að tjáningarfrelsið sé þeirra einkaeign sem þeir einir hafa rétt á að tjá hvort það er með orðum eða ofbeldi.  Þessi afstaða sumra í forustu VG vekur hjá mér efasemdir um hvort viðkomandi eru hæfri til að gegna þeim embættum sem þeir hafa verið kjörnir til.

Reyndar er það mín skoðun að flokkakerfið sé svo spillt að því megi líkja við skipulagða glæpastarfsemi, sem sé notuð til að koma óhæfum og spilltum einstaklingum í stöður þar sem þeir geta rétt ættingjum og vinum bitlinga.  Kannski ætti eftir hver 4 ár að dæma alla kjörna fulltrúa sem ekki geta sannað að þeir séu óspilltir í 4 ára fangelsi.


mbl.is Kannar réttarstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 70566

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband