Eru lífeyrissjóðirnir að verða vandamál?

Íslenska lífeyrissjóðakerfið er söfnunarkerfi þar sem inneignirnar eru geymdar og eiga samkvæmt lögum að bera 3,5% raunávöxtun á hverju ári þannig að ef kerfið er orðið 2.500 milljarðar þá þýðir það að kerfið þarf að fá nærri 90 milljarða á ári í vexti umfram verðbólgu sem er um 280.000 á hvern einasta einstakling sem telst til íslenskuþjóðarinnar og þetta er til viðbótar við þau iðgjöld sem verið er að greiða til sjóðanna sem eru nettó samkvæmt greininni 130 milljarðar eða 400.000 á hvern af þessum ca 320.000 hræðum sem hér búa.  Er ekki eitthvað verulega mikið að í þessu kerfi sem við höfum komið upp?  Höfum við efni á að halda því gangandi í núverandi mynd eða eigum við að fara að breyta sjóðunum að hluta í gegnumstreymissjóði sem þurfa ekki á svona ofboðslegum fjárfestingum að halda?
mbl.is Erfitt að finna fjárfestingum farveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þarna gætir dálítils misskilnings. Lífeyrissjóðirnir eiga ekki "samkvæmt lögum" að bera 3,5% ávöxtun. Í reglugerð er kveðið á um að miða skuli tryggingafræðilega úttekt þeirra við 3,5%. Hins eru eignir sjóðanna ávaxtaðar á markaði þar sem sjóðirnir reyna að fá bestu mögulega ávöxtun. Oftast hefur tekist að ná meira en 3,5%, í fyrra árið 2012 var ávöxtun þeirra mun meiri.

Ekki má heldur gleyma að tæplega þriðjungur eignanna er erlendis og hefur ávöxtun þeirra eigna því ekki áhrif innanlands. Tölur þínar eru því ekki réttar.

Gegnumstreymiskerfi byggir ekki á sjóðsöfnun, heldur eru skattgreiðendur rukkaðir til að greiða lífeyri jafnóðum. Það kerfi er eitt helsta efnahagsvandamál Evrópu um þessar mundir.  Sífellt færri skattgreiðendur þurfa að halda uppi sífellt fleiri lífeyrisþegum. Sjóðsöfnunarkerfi okkar er betra.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 28.5.2013 kl. 22:09

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, Einar.  Þetta lífeyrissjóðakerfi okkar er að verða að stórfelldu vandamáli.  Ríki í ríkinu, sem gengur einhvernvegin sjálfala án þess að eigendur fjárins hafi þar nokkur áhrif. Allt of dýrt í rekstri, enda geta þeir sem  þarna deila og drottna skammtað sér laun og hlunnindi, rétt eins og slitastjórnir bankanna. Annað hvort er, að enginn stjórnmálaflokkur virðist sjá að í óefni stefnir, eða þá að þeir þora ekki að hrófla við þessu ofboðslega peningaveldi sem þarna er.  Auðvitað ætti að vera einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn með gegnumstreymisfyrirkomulagi. 

Þórir Kjartansson, 28.5.2013 kl. 23:48

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Þórhallur það sem skiptir máli hérna er að þetta er kerfi sem ekki gengur upp og þó það sé kallað söfnuarkerfi þá er það í raun þannig að það er vinnandi kynslóð sem borgar það og þá getur verið betra að segja sannleikann sem er að kerfið gegur ekki upp í núverandi mynd og skiptir þar ekki máli hvað fræðingarnir segja.

Einar Þór Strand, 29.5.2013 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 70544

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband