Samkeppniseftirlit á kostnað neytenda.

Það merkilega við samkeppniseftirlitið er að í stað þess að sjá til ess að verð á vöru og þjónustu sé sem lægst, þá virðist málið helst snúast um að halda því sem hæðstu svo auðveldara sé að komast inna á markaðinn.  Þetta sýnir að Alþingi var ekki að hugsa um almenning með setningu laga um samkeppnis eftirlit heldur einkum fyrirtækin.

Enda má segja að öll umræða Alþingi sýni hversu hugsun þingmanna er langt frá veruleikanum, saman ber að Kolbrún Halldórsdóttir vill skipta ráðherra út fyrir ráði eða eitthvað þannig orð sem ekki er kyngreint en gleymir að upphaflega orðið er ráðgjafi en það orð sýnir betur hvað sá embættismaður á að gera.  Hann á nefninlega ekki að stjórna heldur gefa ráð um hvernig hugsanlega sé best að leysa málin, ekki ráða.

Ef við myndum taka upp beint lýðræði hér á landi og leggja niður Alþingi og ríkisstjórn plús slatta af vonlausum eftirlitsstofnunum eins og samkeppnisstofnun (og þær eru mjög margar stofnanirnar á borð við hana) þá myndum við sjá lækkaða skatta og lækkað vöruverð mjög fljótlega og ekki síst bætta þeirra sofnana sem við þurfum á að halda vegna þess að þær þurfa þá ekki lengur að eyða tíma í að svara heimskulegum kröfum um skýrslur um allt og ekkert.


mbl.is Greiða sekt vegna samráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulduheimar

Já, manni sýnist að Samkeppniseftirlitið hafi séð sér þarna leik á borði að ná sér í smá aur. Það er alveg ljóst á þessu að aðgerðir SI og SVÞ voru gerðar með hagsmuni neytenda í huga.

Hulduheimar, 14.2.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Fyndin skýring á þessu atferli.  Samtökin taka að sér að skipta "tapinu" á milli fyrirtækjanna á markaði.  Þetta er svona álíka vitlegt og þegar olíufélögin skiptu hagnaðinum á milli sín.  Hversvegna þurftu þessi samtök að koma að málinu.  Var það ekki bara fyrirtækjanna á markaðnum að sjá um sig og sín mál.  Ekki vildi ég reka fyrirtæki, þar sem SA og Samtök iðnaðarins væru sífellt að anda ofaní hálsmálið á mér.  Mér sýnist þessi mál sýna, að samtök atvinnulífsins (o.fl.) skilja ekki hinn frjáls markað.  Svona afskiptasemi er ekki í takt við neitt frelsi á markaði!

Auðun Gíslason, 14.2.2008 kl. 14:49

3 identicon

Beint lýðræði!

A-FOKKING-MEN! 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:48

4 identicon

Já, og http://lýðræði.is eða http://lydraedi.is, ef þú hefur áhuga á slíku. Það er ekki mikið þar, en menn eru að pæla í þessu.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband