Dómharka

Hvers vegna eru alltaf allir til í að hneykslast og dæma þungt fólk sem ekki fer eftir norminu?  Hér er ekki um nauðung að ræða heldur tvær fullorðanr manneskjur.  Ég er ekki að segja að þetta sé skynsamlegt eða hættulaust, en hvers vegna að dæma og hneykslast ef fólkinu líður vel?
mbl.is Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því þetta er sifjaspell.. og sifjaspell er ólöglegt. Fíkniefnaneytendum líður líka svakalega vel en eigum við þá ekki að dæma þá? Ég er viss um að dæmdum kynferðisbrotamönnum líður mörgum hverjum ekkert rosalega illa á meðan þeir fremja verknaðinn, en eigum við þá ekki að hneykslast?

 Skil samt pointið hjá þér, nokkuð til í því. En lög eru lög, og það verður að viðurkennast að þetta er frekar subbulegt, sama hversu vel fólkinu líður.

Björg Eyþórsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Setjum nú allt í stóra samhengið gott fólk, ekki horfa bara út um nálaraugað.

Oft þegar lög eru sett er ekki hugsað um öll þau jaðartilfelli sem geta komið upp.  Þetta er bersýnilega eitt af þeim.  Það að þetta gerðist, við þessar aðstæður þarna, gefur vísbendingu um að það hefur gerst áður ( en ekki komist upp ) og einnig að það eigi eftir að gerast aftur.  Núna höfum við þá smá tíma til að horfa á málið í heild sinni og meta þetta, ekki bara út frá þurfum lagabókstaf, heldur líka út frá tilfinningalegum og andlegum gildum.

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 7.4.2008 kl. 15:24

3 identicon

Skil hvað Björg er að meina en það er samt svolítill munur þessu máli og eins og hún nefnir kynferðisbrotamönnum, Þar er á ferðinni fólk sem er viljandi að valda skaða á annari manneskju sér til ánægju, en í þeirra máli 2 vel fullorðnir einstaklingar sem taka ákvörðun í sameiningu. Hins vegar má síðan deila um hvort þau séu ekki að skaða barnið þeirra. þá líkamlega eða félagslega í framtíðinni.

Hlynur K (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 16:11

4 identicon

Nálaraugað? Hilmar, þetta er ekkert jaðartilfelli, eins og þú kallar það. Fyrir utan það að þessi kona fæddi móðursystur sína sem í sjálfu sér er óhuggulegt, þá finnst mér athyglisvert að fólki finnst ekkert skrítið að þessi stúlka var í viku hjá föður sínum þegar hún var 15 ára. Þetta er hreint og klárt sifjaspell, sem að byrjaði sennilega þegar hún var 15 ára ef ekki fyrr, og varir enn. Hún sjálfssagt búin að telja sjálfri sér trú um að þetta sé allt í fínu, með dyggri aðstoð gerandans. Genagallað barn fætt og dáið, og annað sem að vex og þroskast með það í farteskinu að mamma er líka hálfsystir og afi er pabbi. Jaðartilfelli!!

Djöfuls ógeð, segi ég.

Linda (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 16:43

5 identicon

Ég sé enga ástæðu til að dæma þau eitthvað... þó manni finnist þetta óneitanlega helsjúkt og vissulega ógeðslegt. Furðulegri hlutir hafa nú samt gerst. Ég finn allavega ekki fyrir neinni skyldu til að dæma þau eða refsa þeim, þar sem þau eru bæði fullorðin, það eina sem mér finnst í rauninni er "what the fuck?!".  Krakkinn virðist þó heilbrigður, sem er auðvitað fyrir öllu. Mér þykir samt furðulegast að þau komi fram í mynd, frekar en að flytja eitthvert þar sem enginn þekkir þau og búa til nýtt líf þar sem krakkarnir þurfa ekki að vita af þessu, og hvað þá líða fyrir það.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 17:02

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Björg þú segir lög eru lög og það er rétt.  Og kjörorð íslensku lögreglunar er "Með lögum skal land byggja"  en það er bara helmingurinn upphaflegu setningunni sem er "Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða".  Dæmi um ólög eru lög þar sem ákveðnar athafnir eru bannaðar þó svo að þær hafi engan skaða í för með sér fyrir nokkurn mann en sem særir einhverja innri siðferðiskennd hjá fólki að vita að þessar athafnir eiga sér stað þó svo að það sé með fullum vilja þeirra sem þátt taka og valdi þeim eingum skaða.  Dæmi um svona lög eru lög sem bönnuðu samkynhneigð (kynvillu eins og það var kallað) og einnig var hinn frægi stóridómur sem taldi til sifjaspells mök allt að fjórmenningum þannig að það er margt sem bara er heldur er breytingum háð.

Einar Þór Strand, 7.4.2008 kl. 17:59

7 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

ojjjj.....skil ekki að fólk geti litið réttlátum augum á þetta.......... þettta er eins og unnustinn minn myndi fara frá mér núna og hitta dóttur okkar aftur eftir 30 ár og þau myndu verða saman !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! NEIN DANKE!!! allt má nú réttlæta.....en ekki þetta!!!

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 7.4.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 70525

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband