Það er ekki sama hver er.

Þegar rætt er um hrunið þá er ekki sama um hvern er rætt. Ef rætt er um Davíð þá er hann talinn bera alla ábyrgð og þeir sem reyna að benda á að það hafi fleiri komið að kallaðir af ákveðnum fjölmiðlum náhirð.

En ef Ólafur Ragnar og fleiri Samfylkingarmenn eru ræddir, eða öllu heldur ekki ræddir, þá má ekkert segja enda litið á þá sem einhverja ósnertanlega elítu sem má ekki tala um og þeir sem það reyna fá hótanir og eru útilokaðir frá allri fjölmiðlaumræðu.


mbl.is Forsetinn birtir bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Annars vegar erum við að tala um mann sem var forsætisráðherra og seðlabankastjóri sem eru þau embætti sem eru með mestu völd á Íslandi og svo forsetaembættið sem hefur engin völd. Annar hefði getað breytt gangi sögunnar hinn ekki. Nú er ég ekki að segja að Ólafur sé ekki hafinn yfir gagnrýni, en það skiptir miklu máli hvort menn eru í valdastöðu eða ekki.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 24.10.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er heimska að setja þetta svona fram eins og þú setur það, því ef málið væri þannig þá eru allir þeir stjórnmálamenn sem voru á þingi á þessum tíma ekki bara óhæfir fyrir sakir heimsku og aumingjaskapar heldur bera þeir einnig refsiábyrgð á því að hafa leyft einum manni að ráða öllu eins og um einræðisherra væri að ræða.  Nei málið er að Samfylkingin verður að fara að axla sína ábyrgð sem er mikil og jafnvel meiri en ábyrgð Framsóknarmanna og má kannski leggja að jöfnu við ábyrgð Sjálfstæðisflokks og á ég þá við skjaldborgina sem þeir slógu og slá enn í kringum Jón Ásgeir og Baug.

Einar Þór Strand, 24.10.2009 kl. 13:42

3 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Margir sem voru á þingi á þessum tíma virðast því miður hafa verið óhæfir, og ég myndi telja að einhverjir þeirra bæru refsiábyrgð. Enda hvernig er ekki hægt að vita af því að verið sé að skuldsetja þjóðina þannig að landið sé á barmi gjaldþrots? Ef þeir hafa ekki vitað af þessu þá eru menn ekki starfi sínu vaxnir.

Þetta er spurning um hverjir höfðu aðgang að upplýsingum um þessa skuldsetningu þjóðarinnar, ég veit ekki betur en að seðlabankinn hafi alltaf haft þessar upplýsingar í höndunum. Seðlabankinn hefur svo völd til að breyta bindiskyldu og öðrum reglum í sambandi við bankana, þannig að seðlabankinn ber mikla ábyrgð á þessum málum.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 24.10.2009 kl. 14:27

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Grundvallar málið er að í dag er einn flokkur sem ber mikla ábyrgð á hruninu sem er með allt sitt spunalið á launum hjá þjóðinni við að hvítþvo sig og sína og það er Samfylkingin sem virðist vera flokkur spillingar og hræsni.  Það sem síðan er verst og það er að stuðningsmenn Samfylkingarinnar vilja ekki sjá hvað gerst hefur og afneita ábyrgðinni og notast þar við þá aðferð að benda á Davíð og Sjálfstæðisflokkinn sem einu sökudólgana, því er sennilega rétt að tala um náhirðina í Samfylkingunni eins og talað er um náhirðina í Sjálfstæðisflokknum.

Varðandi það að Seðlabankinn hafi einn ráðið um bindiskyldu og vexti þá spyr ég hvar var bankamálaráðherrann mætti hann í ráðuneytið eða var hann bara á einhverju kaffihúsinu að leysa málin með vinum og kunningjum yfir kaffibolla?

Einar Þór Strand, 24.10.2009 kl. 14:49

5 identicon

Einar Þór. erti búinn að gleyma að helgina sem Davíð felldi Glitni var sjálfum bankamálaráðherranum haldið utan við og aldrei kallaður á fund.  Geir Haarde dansaði eftir pípum DO og laug blákalt að þjóðinni að það væri alvanalegt að hann og bankamennirnir töluðu saman þegar þeir væru á landinu, nei, það var ekkert sérstakt að gerast að hans sögn og bara algjör óþarfi að kalla samstarfsflokkinn að málinu, enda hafði hann DO var það ekki.

Jónína (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 01:36

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Jónína var það kannski vegna þess að hann var ekkert búinn að vera með, heldur bara á Kaffi Paris og þá helgi var sennilega allt þegar orðið um seinan, en það breytir því ekki að Samfylkingin þarf að fara að horfast í augu við það að hún tók fullann þátt í hruninu og ber þar fulla ábyrgð líka og hætta að láta eins og þeir hafi bara lennt í því.

Einar Þór Strand, 25.10.2009 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einarstrand

Höfundur

Einar Þór Strand
Einar Þór Strand
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 70612

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband